Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 36

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 36
34 JÓLAHELGIN E1 Greco: Hinn heilagi Jakob. E1 Greco: Guðspjallamaðurinn. þeim, er eftir hann liggja. Málverk- in eru saga hans. Sú saga er stór- fengleg og vitnar öllu rituðu máli betur um það, hversu mikill per- sónuleiki og stór andi hann var. Nokkur brotabrot af dómum sam- tíðarmanna hafa einnig geymzt, og geta hjálpað til við að skýra mynd hans. Hann hefur verið manna fjöl- hæfastur. Pacheco, tengdafaðir Velasquez, lýsti E1 Greco á þessa leið: „Hann var ekki við eina fjöl- ina felldur. Hann fékkst við heim- speki, höggmyndasmíð og bygging- arlist Og ég held, að í öllum þessum greinum hefði hann getað komizt jafnlangt og í málaralist“. Hann var strangur gagnrýnandi, bæði við sjálfan sig og aðra. En stolt hans hefur stundum orðið að hofmóði. Einhverju sinni var hann spurður, hvaða álit hann hefði á Michel- angelo. Hann svaraði þegar: „Mic- helangelo er góður maður, en hann kann ekki að mála“. Á höggmynd- ir hans minntist hann ekki. Þótt E1 Greco dveldi á Spáni um nálega 40 ára skeið, samdi hann sig aldrei til fulls að siðum Spánverja. Hann var hreykinn af því að vera Grikki, og virðist hafa litið niður á Spánverja, talið þá siðlitla og úr- kynjaða. Svo lítið þótti honum koma til spænskrar menningar, að hann hirti aldrei um að læra mál þjóð- arinnar til neinnar hlítar. Þegar hann fór úr jafnvægi á skapsmun- um, og það bar ósjaldan við, hellti hann yfir mótstöðumenn sína langri bunu af grískum skammaryrðum, sem enginn skildi. Og ræður hans — en E1 Greco var ræðumaður með afbrigðum voru ævinlega krydd- aðar grískum orðum og setningum. En afstaða E1 Greco til landsins Spánar var öll önnur en viðhorf hans til spænsku þjóðarinnar. Feg- urð Spánar hreif listamannssál E1 Greco. Þar sá hann línur og liti, sem kornu anda hans á flug. Lands- lagsmyndir hans, sem eru ekki margar, eru sumar stórfengleg lista- verk, hafa veitt honum fullan þegn- rétt meðal fremstu málara Spán- ar, enda hefur einn listdómari um hann sagt: „Þótt E1 Greco væri grískur að uppruna og fæddur a eynni Krít, er hann eigi aðeins i hópi spænskra málara, heldur er liann máske spænskastur þeirra allra“. 5. Málaraskóli sá, sem E1 Greco myndaði á fyrstu árunum eftir komu sína til Toledo, varð hvorki fjölmennur né langær. Lærimeist- arinn var of sérstæður og fjarn alfaraleiðum til þess að margir fet- uðu beint í fótspor hans. En áhrif hans á liina ungu málarakynslóð Spánar voru eigi að síður mikil, svo að almennt er hann talinn fað- ir spænskrar málaralistar. Áður hafði myndlist á Spáni fvrst og fremst verið aðkeypt list. Þegar konungurinn eða aðallinn vildi skreyta hallir sínar með listaverk- 1 k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.