Árbók skálda - 01.12.1956, Side 27

Árbók skálda - 01.12.1956, Side 27
25 hveljur og blæs eins og stórhveli, en veiðihugur hans er veiðihugur bassa; torfan á hug hans allan. Hann steytir nú hnefann hamslaus af bræði í áttina til bátanna, sem hafa snúið við honum til hjálpar. „Kastið á torfuna," öskrar hann. „Kastið fíflin ykkar, kastið segi ég, kastið segi ég!" En bátarnir nálgast óðfluga og torfan veður allt í kringum bassann og þúsund litlir munnar segja „glukk-glukk". Grímsi kjaftshöggvar þá á báða bóga, 50 í höggi, og liggur við köfnun af bræði. „Ætliði ekki að hlýða? Kastið skipa ég, kastið skipa ég!" 1 sömu svipan renna bátarnir upp að Grímsa og góða stund sést ekkert nema sælöður og voldug hönd bassans sem lemur byrðinginn utan. „Ég bít ykkur á barkann, ég geri meira, mikið meira. Ég læt draga ykkur fyrir sjórétt, meira, ég læt hengja ykkur alla með tölu og allt ykkar fólk, mememe ..." Báts- höfnin innbyrði bassa sinn í einu vetfangi, en síðarnefndur var ekki fyrr kominn inn fyrir borðstokkinn en hann sópaði björgunarmönnunum til hliðar, stóð gleiður, hausinn rauðsprengdur, sjóblautur hnefi á lofti og fossaði sjór úr vitum hans. Hann ætlaði að segja eitthvað, en skyndilega hlammaðist hann lémagna niður í skut bátsins og lét ekki á sér kræla. „Gaman — gaman," skríkti Nikolja og leit flýrulega til brúarvængsins, en konan stóð þar ekki lengur. Það var liðið yfir hana fyrir nokkru, en hún var nú að ranka við sér, og þegar bátarnir komu með bassann upp að skipinu, þá var kona hans að skríða inn um brúardyrnar. Heillandi sjón ber fyrir augað, heil sinfónía í hrynjandi órólegum litum. Svo færast litirnir í fasta mynd og mjúkar línur kyrrláts kvölds blasa við. Litur gullsins glampar lágt á himni. Sólin er að síga í hafið glampandi eins og pússaður túkall og skýjabólstramir allt í kring leika í litum purpura og rauða- gulls. Gylltri slikju slær á hafflötinn og fjöllin á bakborða eru hnetubrún í slikjunni; heiði ber við hnúk, hnúkur við strýtu og strýtan við tendruð himin- tungl og eldlituð ský. Og víðáttur hafsins líkjast tröllslegri deiglu barma- fullri af kraumandi kopar; heilan frumskóg mastra á lónandi skipum ber við sjóndeildarhring. Útlendur leitarbátur skríður fram hjá og stúlka á brúarvængnum veifar rauðum höfuðklút; kvöldkveðja frá Sovét eða Portúgal. Skyndilega bregður fyrir sora á deiglunni nokkrar mílur undan Melrakkasléttu. Margradda hróp kveður við á flotanum: „Klárir í bátana!" Skipin nema staðar. Sendiboðar úr bassaskýlum skjótast gegnum rökkrið fram í lúkar og koma aftur að vörmu spori með tylft skugga á hælum sér. Bassinn Grímsi hlunkast ofan á dekkið og sameinast þvögunni sem hleypur fyrir borð —- ofan í bátana. Síðan stutt skipun í kyrrð kvöldsins: „Sleppal" Hvellur, blossi, reykur. Kyrrð kvöldsins er rofin og bátarnir fljúga í reyk- mekki yfir koparslikju hafsins, geltandi og pústrandi eins og kátir rakkar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.