Félagsbréf - 01.01.1957, Page 8

Félagsbréf - 01.01.1957, Page 8
6 FÉLAGSBRÉF New York til Bombay, Vestur-Berlín til Santíagó og Mexícó City. Vér meg- um ekki vanmeta mikilvægi slíks: kynni frjálsra manna á svo fjarlæg- um stöðum. Og þegar þeir, þrátt fyrir fjarlægð, sameinast um eina ósk um réttlæti, þá sýnir það, að frelsið hef- ur hafið nýja sókn“. * STÖRF ALÞJÓÐASAM- TAIÍANNA Störf samtakanna eru svo fjölþætt, að eigi er kostur að rekja þau hér að ráði. Jafnframt því að kynna almenn- ingi og leitast við að opna augu hans fyrir þeim ógnunum, er að frjálsri menningu seðja, hafa þau lagt áherzlu á að styrkja lýðræðið hið innra með því að vekja samvizku frjálsra þjóða gagnvart menningu sinni og vinna ósleitilega gegn öfgum, sem skjóta upp kollinum meðal þeirra, svo sem McCarthyisma, nýlendukúgun o. fl. og hafa eigi önnur áhrif en veikja lýðræðisríkin innbyrðis. Það er hátttír samtakanna að leggja málin fyrir ráðstefnur færustu sér- fræðinga víðsvegar að úr heiminum, en síðan beita félögin áhrifum sinum í þá átt að bera fram til sigurs niður- stöður slíkra ráðstefna. Hafa á þess- um ráðstefnum verið rædd margvís- leg mál, allt frá hagfræði, vísindum og ríkisofbeldi í Ráðstjórnarríkjunum, til vandamála ungra málara og hljóm- Iistarmanna. Þá hafa samtökin geng- izt fyrir sýningum á nútímalist og séð um hljómleikahald. Ráðstefnur með menntamönnum frá Asíulöndum hafa og reynzt afar mikilvægar til aukins skilnings milli menntamanna í lýð- ræðisríkjum Asíu og á Vesturlöndum. Hafa nokkrar þessara ráðstefna verið haldnar í Asíu, en hliðstæð félög Frjálsri menningu eru starfandi bæði í Indlandi og Japan, og stendur ein slík ráðstefna í Asíu fyrir dyrum, er þessar línur eru ritaðar. Félögin ráða yfir eða eiga aðgang að fjölda vandaðra tímarita, svo sem Preuves í Frakklandi, Encounter í Englandi, Forum í Austurríki, Der Monat í Þýzkalandi, svo að eitthvað sé nefnt. Einnig hafa þau haft með höndum allvíðtæka bókaútgáfu. 1 vetur hafa félagasamtökin verið mjög mikilvirk í Ugverjalandsmálun- um, bæði að því er snertir að kynna hinum frjálsa heimi, hvað raunveru- lega gerðist og er að gerast í Ung- verjalandi, og auk þess hafa þau starf- að mjög að aðstoð við ungversku þjóð- ina og ungverska flóttamenn. Hefur Frjáls menning í Danmörku verið mikilvirk í því starfi undir forystu síns ágæta formanns, Erik Husfeldt prófessors. Meðan stóð á blóðbaðinu í Ung- verjalandi, gengust félagasamtökin fyrir mótmælum til rússnesku stjórn- arinnar, og voru þau undirrituð af rúmlega 1000 prófessorum frá 108 há- skólum í 23 löndum. * VERKEFNI FRJÁLSRAR MENNINGAR Á ISLANDI En hvaða verkefni bíða Frjálsrar menningar hér á landi? Því verður ekki svarað hér, slíkt er í verkahring fé- lagsmanna og félagsstjórnar. En því sterkara sem félagið er, þeim mun

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.