Félagsbréf - 01.01.1957, Page 10
Jridíi
yalárar mermm^ar
Félagið Frjáls menning er, eins og ráða má af
nafni þess, umfram allt stofnað til verndar og efl-
inga frjálsri hugsun og frjálsri menningarstarf-
semi. Það er óháð öllum stjórnmálaflokkum, en
skuldbindur meðlimi sína til jákvæðrar baráttu gegn
hvers konar einræðishyggju, ríkisofbeldi og skoð-
anakúgun.
Frjáls menning kappkostar að sameina lýðræðis-
sinnaða áhrifamenn um þetta markmið: Félaginu
ber að efla kynni þessara manna innbyrðis, stofna
til umræðufunda og fræðslustarfsemi um menning-
arleg vandamál, innlend og alþjóðleg, beita sér fyrir
sameiginlegum yfirlýsingum, ef þörf þykir á, og
sjá að öðru leyti um að koma skoðunum sínum á
framfæri við almenning.
Félagið á hliðstöðu með þeim menningarsamtök-
um, er nefnast á frönsku Congrés pour la Liberté
de la Culture og starfa víðs vegar í lýðræðislönd-
um, en er óbundið þeim að öðru en sameiginlegri
hollustu við frjálsa hugsun og frjálsa menningu.