Félagsbréf - 01.01.1957, Síða 12

Félagsbréf - 01.01.1957, Síða 12
10 FÉLAGSBRÉF Morgnar viS sjóinn í maí: mjólkurhvítt logn um fjörðinn, ritan að rápa um grjótið, það rýkur frá einstaka bæ; bátamir dotta hjá bryggju í bláum sJcugga og gleymt er svikula sævarrótið, þeir sofa í örug.gri höfn, sáttir við harðlynt hafið. Og hreinir fjallanna skaflar speglast! ó drifhvítu dreglar á djúpum og skínandi sjó! Hyggst frelsarinn ganga út á fjörðinn, feta dúnmjúka vatnið í fyrsta sinn frá því hann dó? Morgnar við sjóinn í maí minna á hve jólin brugðust þegar til lengdar leið. Það voru þau sem hugðust með þungum og nýjum snæ, Ijósum og klukknakliði kalla fram barnið á ný úr huganum, — falslausan frið. Ég finn í maí hjá sjónum að vorið er tekið við.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.