Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 20
Mér finnst böm,
þangað til umhverjiö er farið að sljóvga
þau og sníða til,
vera það dásamlegasta, sem til er.
Lokaorð
á afmælishátíð í
þjóðleikhúsinu
14. september 1956’)
Virðulegu forsetahjón,
háttvirtu áheyrendur.
'jl/|'ÉR finnst sannast að segja þið eiga annað skilið af mér,
eftir allt, sem hér hefur farið fram í kvöld, en að eg fari að
halda yfir ykkur langa ræðu. Og ef eg ætti að fara að telja það
upp, sem mér hefur verið vel gert í dag, þá gæti þetta orðið
heill Jónsbókarlestur. En á þessum stað og þessari stundu eru
samt einstöku hlutir, sem eg verð að minnast á. Eg vil þakka
Almenna bókafélaginu, stjórn þess og bókmenntaráði, fyrir
að hafa staðið að þessu kvöldi og sýnt okkur hjónunum þá
rausn og vinsemd að bjóða okkur að koma heim og vera hér
viðstödd. Eg vil þakka þeim vinum mínum, rektor Háskólans
og borgarstjóra Reykjavíkur, fyrir þau fallegu orð, sem þeir
hafa mælt í minn garð. Og eg vil þakka öllum þeim, sem flutt
hafa hér efni, sem eg hef skrifað, gamalt og nýtt, og gert það
svo vel, að eg hef mátt hafa mig allan við að láta mér ekki
finnast það miklu betra en það er í raun og veru.
Yfirleitt hefur þetta verið mikill freistingadagur. Eg get sagt
1 Erindið er skrifað upp eftir segulbandi.