Félagsbréf - 01.01.1957, Síða 28

Félagsbréf - 01.01.1957, Síða 28
26 FÉLAGSBRÉF — Gakktu í bæinn góði minn. — Er Pétur heima. — Hann kemur fljótlega. Hann er úti í liúsum. Þau gengu inn. — Fóru þau í morgun, sagði húsfreyja. — Já. — Verða þau ekki lengi í burtu. — Ég býst við þau komi ekki á morgun heldur hinn daginn. — Koma þau svo snemma. — Það er vegna kúnna. Mamma getur ekki verið lengi að heiman. — En Jónas, ætlar liann ekki að hugsa um þær. — Honum er ekki vel við að mjólka. — Það er nokkuð langt þangað sem hann frændi þinn bjó. — Ég held um tíu tíma lestagangur. — Fóru þau ríðandi. — Þau fóru gangandi. Drengurinn liafði verið að horfa á dyrnar að kamersinu, sem höfðu verið aftur þegar liann kom inn. Hann vissi samt að Sólborg var þar af því hann lieyrði stöðugt í rokknum. — Ég gæti skroppið og mjólkað kýrnar ef Jónasi er verr við það. — Nei nei. — Nú. — Hann mundi ekki kæra sig um það. — Hún mamma þín ætti það skilið af mér. — Ég held Jónas vilji mjólka kýrnar fyrst hann lofaði því. — Viltu ekki fá eittlivað að drekka ljúfurinn. — Ég hef ekki lyst. — Viltu heitar kleinur með sykri og glas af mjólk. — Nei ómögulega. — Hann Pétur kemur hráðum að tala við þig. — Kannski ég fari til lians. — Nei, þú skalt bíða rólegur. Ég þarf að skreppa fram í búr. Þú verður hér á meðan. — Já. Þegar hann var orðinn einn gekk hann að dyrum kamersins og opnaði þær. Sólborg sat við rokkinn fölleit og veikluleg í bláum klæðis- kjól sem var linepptur með stórum tölum. Hár hennar var farið að grána og liann vissi hún var ekkja og hafði verið mikið veik. Hann liafði heyrt þeir hefðu skorið liluta af móðurlífinu úr henni

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.