Félagsbréf - 01.01.1957, Qupperneq 37

Félagsbréf - 01.01.1957, Qupperneq 37
FÉLAGSBRÉF 35 eða greitt kunnáttusamlcgar úr flækjuni mannlegra hugsana og tilfinninga. Beztu verk lians eru „The Portrait of a Lady“, „The Wings of the Dove“, „The Am- bassadors“ og „The Golden Bowl“. Með þeim tók hann sér sæti á bekk með beztu skáldsagnahöfundum hcimsbók- menntanna. Stephen Crane (1871—1900) afkastaði miklu þrátt fyrir skamma lífdaga. Hann skrifaði jöfnum höndum ljóð, stuttar skáldsögur og smásögur. í ljóðagerð var hann fyrirrennari imagistanna, sem endurnýjuðu enska ljóðagerð í byrjun fyrri heimsstyrjaldar. En nafn hans verð- ur fyrst og fremst munað fyrir verk hans í óhundnu máli. Hann var fyrsti mikli impressionistinn í bandariskum bókmenntum. Þegar hann var 24 ára, skrifaði hann skáldsöguna „The Red Badge of Courage“, þar sem hann gef- ur á rúmum 100 blaðsíðum einhverja stórbrotnustu lýsingu á styrjöld og sál- arlífi hermanns, sem skrifuð hefur verið. Baksviðið er þrælastríðið, en Crane hafði aldrei verið hermaður sjálfur. H. G. Wells kallaði smásögu hans „The Open Boat“ beztu smásögu, sem skrif- uð hefði verið á enska tungu. * LJÓÐAGERÐ Ezra Pound og T. S. Eliot flúðu „Sa- hara“ fyrir 40-50 árum, settust að í Ev- rópu og gerðu það brátt lýðum Ijóst, að Bandaríkin bjuggu yfir ferskum sköp- unarkrafti í ljóðagerð. Pound, hinn niagnaði og byltingasinnaði nýskap- andi, safnaði um sig hópi ungra skálda, brezkra og bandarískra, og myndaði hinn fræga „skóla“ imagistanna, sem veita skyldi nýjum straumum og nýju lífi inn í enska ljóðlist. „Skólinn“ varð skammlífur, en liafði djúptæk og var- anleg áhrif á ljóðsköpun aldarinnar með kröfum sínum um frjálst efnisval og nýja hrynjandi og fordæmingu sinni á orðgnótt og ónákvæmni. Hann skar áhangendum sínum nokkuð þröngan stakk í byrjun, en flestir þeirra uxu frá lionum og fundu sín eigin tján- ingarform. Það er varla ofmælt, að flest meiri háttar ljóðskáld nútimans í Banda- ríkjunum og Bretlandi eigi imagistum nokk- uð að þakka. Nokkru áður en imagistarnir hófu „krossferð“ sína, komu fram í Bandaríkjun- um fáein ljóð- skáld, sem standa í vissum skiln- ingi á mörkum gamla og nýja tímans í bandarískri ljóðagerð. Þau byggðu á gömlum merg, en fóru sínar eigin leiðir. Elztur þessara manna var Edwin Arlington Robinson, sem skrifaði nokkur ágæt sögukvæði og dró upp minnisstæðar svipmyndir af mönn- um, sem af einhverjum ástæðum höfðu farið halloka í lífsbaráttunni. Edgar Lee Masters lýsti í kvæðum sínum líf- inu í 8mærri borgum Bandaríkjanna, og svipar verkum hans um margt til fyrstu skáldsagna Sinclair Lewis. Robert Frost er fyrst og fremst skáld sveitanna. Hann er gæddur ríkri kímnigáfu og fæst mjög við heimspekilegar hugleiðingar, en fá ljóðskáld hafa lýst daglegu lífi jarðyrkjumannsins og gangi árstíðanna af meiri nærfærni og innlífun en Frost, Ezra ruund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.