Félagsbréf - 01.01.1957, Síða 38

Félagsbréf - 01.01.1957, Síða 38
36 FÉLAGSBRÉF enda var hann sjálfur bóndi um langt skeið. Carl Sandburg, „talsmaður véla- aldarinnar“, er af sænskum ættum. Við- fangsefni hans eru einkum iðnaðar- borgirnar og atvinnulífið. í formi er liann undir sterkum áhrifum frá Whit- man, en hefur verið djarfari í ljóðhátt- um og orðvali en eldri skáldbræður hans. Vachel Lindsay hefur fyrst og fremst sótt innblástur sinn í þjóðkvæði og negrakveðskap, en tekst ekki alltaf að gæða ljóð sín lífi. Pound og Eliot áttu mestan þátt í formbyltingunni meðal banda- rískra ljóðskálda. Áhrif þeirra hafa náð til svo að segja allra yngri skálda, þótt þau liafi stundum verið óbein. Báð- ir þessir menn sömdu stórverk, sem bera öll ein- kenni nýja tímans: gerbreytt form, vonbrigði yfir nútímanum þegar hann er borinn sainan við fyrri menn- ingarskeið, svartsýni og hálfgerðan lífs- leiða. Þetta er meistaralega gert í „The Waste Land“ eftir Eliot, en Pound hef- ur reynt hið sama með umdeildum ár- angri I „Cantos“, kvæðabálki sem hann hefur verið að semja síðasta aldarfjórð- ung. Eliot hefur verið í vexti síðan liann samdi „The Waste Land“, og síð- asta ljóðabók hans „Four Quartets“ er eitt af afrekum aldarinnar. Jafnframt hefur hann samið nokkra stórbrotna sjónleiki í bundnu máli. Sá maður, sem af mestum móði reyndi að skapa mótvægi gegn svartsýninni, er kom fram í fyrstu verkum Pounds og Eliots, var Hart Crane. Hann ákvað að yrkja ódauðlegan óð um vélaöldina og vcrklegt framtak, um hina fram- sæknu Ameríku nútímans. Hann nefndi þennan lofsöng „The Bridge“, og skyldi hann verða svar við „Tlie Waste Land“. Margt í þessu verki er stórvel gert, en það rís ekki undir fyrirætlunum skap- ara síns. Crane tókst ekki að gæða hin dauðu tákn, brúna, vélina, því lífi, sem gæfi kvæðinu mannlegt gildi. Yélin er manngerð og getur aldrei orðið liluti af náttúrunni. Það var kannski í vit- und þessa, sem þetta stórefnilega skáld drekkti sér aðeins 32 ára að aldri. Af þeim Ijóðskáldum, sem lengst liafa gengið í tilraunum sínum með ný form eftir Pound og Eliot, má nefna E. E. Cummings, Robinson Jeffers, Willi- am Carlos Williams og Marianne Moore, sem nú er orðin ókrýnd drottning banda- rískrar ljóðagerðar. Wallace Stevens hef- ur og mjög farið sínar eigin leiðir og er eitt sérkennilegasta og bezta ljóð- skáld samtúnans, eins konar Steinn Steinarr Bandaríkjanna. Nefna ber einnig Archibald McLeish, sem er hik- laust meðal glæsilegustu formsnillinga og hefur haft víðtæk áhrif. Hann hefur líka skrifað leikrit. Árið 1935 var sýnt eftir hann leikritið „Panic“, sem telja iná, að sé upphafið á þeirri endurvakn- ingu sjónlcika í bundnu máli, sem hin síðari ár hefur sett svip sinn á enska leikritagerð (Eliot, Fry, Jeffers o. fl.). Suðurríkin hafa löngum verið frjósam- ur bókmennta-akur, og gildir hið sama um ljóðlist sem aðrar greinir skáld- skapar. Þetta á m. a. rætur að rekja til þess, að Suðurrikin ciga eldri og rótgrónari hefðir en aðrir lilutar Banda- ríkjanna; þau eiga fortíð og drauma

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.