Félagsbréf - 01.01.1957, Síða 39

Félagsbréf - 01.01.1957, Síða 39
FÉLAGSBF.ÉF 37 um horfna frægð, týndar vonir, glötuð verðmæti, sáran ósigur — og allt þetta er uppspretta skáldskapar. Frá Suðurríkjunum hafa komið mörg heztu Ijóðskáld Bandaríkjanna, svo sem Jolin Crowe Ransom, Allen Tate, Ro- bert Penn Warren (einnig skáldsagna- höfundur) og Merril Moore, sem sagð- ur er afkastamesta ljóðskáld Ameríku. Það er kannski engin tilviljun í „para- dís konunnar“, en eigi að síður athyglis- vert, að Bandaríkin hafa alið mikinn fjölda af frábærlega góðum skáldkon- um. Hér verður að nægja að nefna einungis þær helztu: Amy Lowell (sem var driffjöður imagistanna), Edna St. Vincent Millay, Sara Teasdale, Louise Bogan, Léonie Adams, Elinor Wylie, Marya Zaturenska, Muriel Rukeyser og Elizabeth Bishop. Þær standa allar skáldhræðrum sínum fyllilega á sporði. Á árunum eftir kreppuna tók að bera nokkuð á súrrealisma, flótta frá veru- leikanum og vandamálum hins daglega lífs. Hér var um að ræða eins konar ábyrgðarleysi, sem kom fram í kæru- Ieysi um form, samhengi og merkingu ljóðanna. Þetta var í rauninni milli- bilsástand eða kannski öllu heldur síð- asta skrefið á tilraunabrautinni. Lengra varð ekki komizt. Atliyglisverðastir súrrealistanna voru og eru Charles Henri Ford, Oscar Williams og Richard Eber- hart. En það var eins og stríðið liristi menn aftur til umhugsunar uin veruleikann og verðmæti lífsins umhverfis okkur. Yngri skáldin brugðust misjafnlega við ógnum styrjaldarinnar. Karl Shapiro lét í ljós sára reiði, en jafnframt sam- úð, Randall Jarrel hneykslun og með- aumkun; Peter Viereck fordæmdi hana og Robert Lowell neitaði að eiga nokk- urn hlut að lienni. Bezta kvæðið um styrjöldina var skrifað af hinni öldnu „drottningu" Marianne Moore, „In Dis- trust of Merits“. Ljóðagerð er orðinn mikilvægur þátt- ur í bandarísku þjóðlífi, um það verð- ur ekki deilt. Flest Ijóðskáldanna, sem hér voru talin, hafa um árabil kennt við bandaríska háskóla og haft víðtæk áhrif á menntaæskuna. Aldrei hafa ljóð verið lesin af meiri áhuga en nú — ég lxdd þessi áliugi sé einstæður i heiini samtímans. Um ljóðlist — eða bókmeiintir yfir- leitt — hefur aldrei verið skrifað jafnmik- ið og síðustu ár- in. Kveður svo ranimt að þessu, að suin skáldin liafa kvartað yfir því, að skrif um skáldskap séu orðin umfangsmeiri en skáldskapurinn sjálfur. Þetta gefur óneit- anlega til kynna, að hlutverk skáldsins liefur fengið nýja merkingu og mikilvægi í þjóðfélaginu. Skáldið er sjáandi mann- kynsins, vitinn sem lýsir því. Skáldið skapar samræmi, reglu, meiningu í lieimi þar sem glundroði og tilgangs- Ieysi ráða ríkjuin. Að vísu er alltaf nokkur hópur skálda „á eintali við sjálfa sig á almannafæri“, en þorri þeirra hefur gert sér grein fyrir skyldum sín- um við samtíðina. Ein af höfuðskyld- um skáldsins er að lialda lífi í tung- unni, endurnýja hana, ganga af úrelt- um orðtökum, viðteknum sannindum dauðum — taka Iiugtök, skoðanir, form lil æ nýrrar og hlífðarlausrar endur- Randall Jarrel.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.