Félagsbréf - 01.01.1957, Síða 43

Félagsbréf - 01.01.1957, Síða 43
FÉLAGSBRÉF 41 Auchincloss og Peter Taylor. — Þeir eru lærisveinar Henry James. Ekki má skilj- ast svo við bandaríska skáld- sagnagerð, að ekki sé vikið nokkrum orðum að framlagi svert- ingjanna, sem eru nú smám saman að vinna sér sess á skáldaþingi. Það liggur í lilut- arins eðli, að mikið af því, sem svartir höfundar skrifa, er mengað áróðri, þ. e. a. s. skáldverk þeirra verða einhliða lýsingar á sekt hvíta mannsins og sakleysi hins svarta. Um þetta er ekki að sakast, og sízt verður svertingjahöf- undum láð, þótt þeir séu fylltir vandlæt- ingu. En þetta stendur hins vegar list- rænni þróun skáldskaparins mjög fyrir þrifuin, og er þar átakanlegasta dæmið Richard Wright, sem hefur unnið sér mikla frægð fyrir skáldsöguna „Native Son“, en hún er bæði mjög áróð- urskennd og ó- sannfærandi. — Vandlæting hans rekur hann til að ckapa aðalper- sónu, svertingja- drenginn, sem fær ekki staðizt frá neinu sjónar- miði, hvorki list- rænu né sálrænu. — Sá svertingja- höfundur, sem fyrstur skrifaði meiri háttar skáldverk um líf og kjör negranna í Ameríku, var Charles W. Chesnutt. Það var í lok síðustu aldar. Eftir hann komu nokkrir höf- undar, sem reyndu að feta í fótspor hans með misjöfnum árangri. Frank Yerby byrjaði mjög vel, en datt svo í „Iukkupott“ léttmetisins og fór að skrifa sögulegar skáldsögur, sem seld- ust í inilljónum. Hann er eitt skýrasta dæmið um, hve vel það borgar sig að skrifa illa. Tveir svertingjahöfundar liafa sagt skilið við hið síendurtekna yrkis- efni um sainskipti hvítra og svartra. Þeir hafa snúið sér að lieimi hvíta mannsins. „Knock on Any Door“ eftir Willard Motley hefur verið líkt við beztu verk Dreisers og Farrells, en sú samlíking orkar tvímælis. „Country Place“ eftir Ann Petry er vel skrifuð, en höfundinn skortir sýnilega nánari þekk- ingu á viðfangsefni sínu. Zora Neale Hurston hefur skrifað ágætar skáldsögur og smásögur um líf svertingja á Florida. Claude McKay hefur skrifað um Harlem, svertingja- hverfið í New York. Anna Bontemps og Waters E. Turpin hafa lílca ritað- góðar skáldsögur um líf svertingjans í Bandaríkjunum. En sannleikurinn er sá, að beztu verkin um hlutskipti negr- anna hafa verið skrifuð af höfuðskáldum Bandaríkjanna: Melville, Stephen Crane, Dreiser, Lewis, Caldwell, Warren og síðast en ekki sízt Faulkner, er skrifað hefur beztu skáldsöguna, sem til er um líf bandaríska svertingjans, „Intruder' in the Ðust“. * SMÁSAGNAGERÐ Smásagan er sú grein skáldskapar,- sem Bandaríkjamenn leggja livað mesta rækt við. Fjöldinn allur af tímaritum Henry Miller. Truman Capote.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.