Félagsbréf - 01.01.1957, Síða 60
.58
FÉLAGSBRÉF
Svar:
Hvort tveggja. Gegnið starfi yðar
•og skrifið. Það hafa verið gefnar
út sögnr eftir menn, sem hafa skrif-
að þær í hjáverkum. Margt gott hef-
ur verið skrifað af fólki, sem hefur
■orðið að vinna við húsverk á hverj-
um degi eða í skrifstofu fimm eða
sex daga vikunnar. Það getur verið
skemmtilegt hjáverk að skrifa og
fæstir hætta við atvinnu sína vegna
áhugamálanna.
JSpuming:
Skrifið þér til að græða fé?
Svar:
Ég skrifa, af því að mér þykir
gaman að því. Ég gæti ekki eytt
öllum tíma mínum í það, ef ég gæti
-ekki lifað á því.
.Spuming:
Hversu miklar eru tekjur yðar?
Svar:
Ég hef engar fastar tekjur. Þær
•æru ritlaun og greiðslur fyrir það
•sem ég skrifa. Þær hafa verið frá
10 dollurum á ári upp í 3000 dollara
á viku.
.Spuming:
Ég hef heyrt, að þér hafið fengið
milljón dollara fyrir verk yðar. Eig-
ið þér það ennþá?
■Svar:
Nei. Þrír fjórðu hlutar af tekjum
mínum fara í skatta og önnur út-
.gjöld.
Spuming:
Vinnið þér ákveðinn tíma á dag,
eða skrifið þér, þegar yður bezt
líkar?
Svar:
Ég vinn frá kl. 9 til kl. 5, 6 daga
í viku, 10 mánuði á ári.
Spuming:
Eruð þér raunverulega að skrifa
allan tímann, sem þér vinnið?
Svar:
Nei. En ég sit við ritvélina eigi
að síður. Það hefur komið fyrir, að
ég hef ekki skrifað eina línu allan
daginn.
Spuming:
Það hlýtur að vera eitthvað sér-
stakt, sem þér álítið mikilverðast
í starfi yðar. Hvað er það?
Svar:
Það að nota ekki langt orð, þeg-
ar annað styttra er jafn gott. Að
nota ekki orð, sem þarf að fletta upp
í orðabók til að vita merkingu þess
eða stafsetningu. Einu sinni fór ég
yfir orðabókina mína og strikaði út
öll orð, sem voru lengri en 4 atkvæði.
Spuming:
Endurritið þér nokkum tíma sög-
ur yðar, eða verða þær í fyrsta sinn
eins og þér viljið hafa þær?
Svar:
Pappírskarfan mín er alltaf full
á kvöldin. Ég hef endurskrifað sögu
allt að 10 eða 12 sinnum.