Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 61
felagsbréf
59
Spuming:
Hvað álítið þér þýðingarmesta at-
riðið við að læra að skrifa?
Svar:
í fyrsta lagi: Lærið merkingu og
notkun orða. f öðru lagi: Lærið að
niynda setningar, sem segja hina
réttu hugsun. í þriðja lagi: Hafið
eitthvað að segja, sem máli skiptir.
í fjórða lagi: Lærið að notfæra yður
tilfinningaáhirf sögunnar til að hafa
varanleg áhrif á lesandann.
Spurning:
Hvaða ráð munduð þér gefa ung-
um rithöfundi?
Svar:
Þjálfið yður í að skrifa eins og
hver maður þjálfar sig undir starf
sitt, sem vill verða fær í því. Lækn-
ar, lögfræðingar, bakarar, rakarar,
vélfræðingar og prentarar verða að
læra af reynslunni. Hví skyldu rit-
höfundar ekki þurfa þess?
Spuming:
Hvers konar bækur lesið þér?
Svar:
Ég les fáar bækur, svona 6—8 á
ári. Fyrir mörgum árum skipti ég
fólki í tvennt. Þá, sem lesa bækur,
og þá, sem skrifa þær. Ég kýs að
vera í síðar nefnda hópnum.
Spuming:
Mynduð þér aftur leggja út í að
verða rithöfundur, ef þér gætuð lif-
að lífinu aftur?
Svar:
Það mundi ég vissulega gera. Ég
efast um, að ég gæti unnið fyrir mér
á annan hátt.
Snæbjöm Jóhannsson cand. mag.
íslenzkaði.
Vegna útkomu bókarinnar Frelsið eða dauðann eftir gríska rithöfundinn
Nikos Kazantzakis barst Almenna bókafélaginu svohljóðandi bréf frá höf-
undinum:
Það gleður mig sannarlega að hugsa til þess, að rödd mín muni heyrast
a því fjarlæga og sagnauðga eylandi, sem ísland er. Sjálfur er ég fæddur
á eylandi í andstæðu horni Evrópu, eyjunni Krít. Eins og þér, höfum vér
°S í aldaraðir barizt harðri og örvæntingarfullri baráttu fyrir frelsi voru.
Leyndardómsfullt samband, líkt og milli systkina, er á milli þessara tveggja
heillandi eylanda. Það er þess vegna, sem ég fagna því að sjá sagnsköpun
Érítar blandast sagnsköpun íslands.