Félagsbréf - 01.01.1957, Qupperneq 64
62
FÉLAGSBRÉF
framleiðslumii stöðugt vaxið og
nemur nú um 70—80% af allri
nettó-framleiðslu þjóðarinnar.
Það eru sjálfsagt alltaf ein-
hverjir, sem eru óþolinmóðir
vegna þess, að framleiðsluafköst-
in aukast tiltölulega Iiægt, jafn-
vel í löndum, sem eru langt á veg
komin. Þeir munu spyrja, hvort
í framtíðinni sé ekki að vænta
hraðari hagþróunar, þegar til-
koma sjálfvirkra véla er höfð í
huga og margar nýjungar í tækni
og vísindum.
Það, sem í raun og veru hefur
mest að segja í þessum efnum, er
ekki fjöldi uppfyndninga í tækni
og vísindum, lieldur í hve ríkum
mæli fólkið getur notfært sér þær.
Það er aftur á móti undir því
komið, hvernig okkur tekst að
koma á nauðsynlegu skipulagi í
hagrænum efnum og þjálfa fólk
við ný verkefni. Takmörk eru
fyrir því, að live miklu leyti við
getum komið þessu í kring, liversu
ört sem okkur berst ný þekking
frá vísindum og tækni, og þau
takmörk eru fólkið sjálft, Iiæfni
þess og menntun. Þegar til lengd-
ar lætur mun það sannast, að
menntun og fræðsla eru mikilvæg-
ustu þættirnir í allri liagþróun.
Ég lield, í suttu máli sagt, að
möguleiki sé á hraðri hagþróun
í nokkrum löndum, en ekki svo
að miklu nemi. Ég lield einnig, að
hin fátækari lönd muni smám
saman feta í spor Indlands og
auka framleiðsluafköstin með
þeim hraða, sem ef til vill mun
gera þeim kleift að komast til
jafns við efnaðri lönd. En það
mun taka langan tíma.