Félagsbréf - 01.01.1957, Page 65

Félagsbréf - 01.01.1957, Page 65
aa i ar EINS og að líkum lætur er val útgáfubóka, sem ætlaðar eru 6 þúsund kaupendum — og væntanlega um helmingi fleiri lesendum — ærið vandasamt verk. Hefur reyndin líka orðið sú, að engin bók hefur til þessa verið gefin út, án þess að ráða- menn félagsins hafi verið ávítaðir allharkalega fyrir valið. í bréfum til félagsins getur að líta lýsingar sem þessar: „Smásögur W. Faulkner, eru að allra dómi leiðinlegasta bók, sem hefur verið gefin út hér á landi í ár. Félagið virðist leggja áherzlu á að gefa út leiðinlegar félagsbækur, en góðar aukabækur". „.... Eftir að hafa lesið hinar fyrstu bækur félagsins verð ég að segja að menn hafa orðið fyrir al- varlegum vonbrigðum með þær. Ég hef verið að grennslast eftir áliti þeirra, sem hafa fengið bækurnar hjá mér, á þeim, og hefur öllum horið saman um að þeim fyndist ekk- ert í þær varið, nokkrir kölluðu þær ólesandi rusl ....“ Slíkir sleggjudómar eru eigi óal- gengir á landi hér, en hins ber að geta, að ýmsir hafa lagt á sig erfiði bréfritunar til að tjá félaginu þakkir fyrir bókaval. Sérhver bók er bæði lofuð og löstuð. Er næsta einkenn- andi, að því meira last, sem berst um eina bók, þeim mun meira hóls má vænta um þá hina sömu frá öðrum. Af þeim bréfum, sem til þessa hafa borizt, verða ekki ráðin nein meginsjónarmið hins mikla lesenda- hóps, og sjálfsagt verður sú gáta ætíð torráðin. Og þó að bókmennta- ráð biðji lesendurna að senda at- hugasemdir sínar, og óski ádeilna eigi síður en hóls, þá er það ekki vegna þess, að ráð sé fyrir því ger- andi, að slíkri fullkomnun verði náð við bókavalið, að allir verði ætíð ánægðir. Er raunar alls ekki að slíku marki keppt, enda væri starf félags- ins allt fyrir gýg unnið, er því væri náð. Almenna bókafélagið var öðrum þræði stofnað til varðveizlu einstakl- ingseinkenna og sjónarmiða og tir andstöðu við múgs-, valdboðs-, sam- einingarsjónarmið, kommúnisma, sós- íalisma eða hvað þessar kræsingar kunna að vera kallaðar. Þar af leið- ir auðvitað, að félagið treystir því og trúir, að sjónarmiðin fái æ að vera og verði æ margbreytilegri, einnig að því er verk þess varðar. En hvað um það. Menn biðja þessa stundina um skáldsögur, skemmti- legar og spennandi skáldsögur. Og:

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.