Félagsbréf - 01.01.1957, Page 66
■64
FÉLAGSBRÉF
Bókafélagið telur sig verða við þeim
óskum, er það nú sendir frá sér sína
stærstu bók til þessa, Frelsið eða
■ dauðann. Höfundurinn er Nikos Kaz-
antzakis, gríska stórskáldið, sem
mjög hefur verið orðað við Nóbels-
verðlaunin nú um hríð.
Frelsið eða dauðann er önnur fé-
lagsbókanna að þessu sinni. En fé-
lagið býður aðra skáldsögu engu
ókunnari og e. t. v. heldur engu
ómerkari í hinni merkingu orðsins.
Héma er um að ræða skáldsöguna,
sem í Vesturlöndum hefur hlotið
hvað bezta dóma — og líka einna
versta — síðasta árið. Bókin heitir
Hægláti Ameríkumaðurinn og er eft-
ir Graham Greene. Hún gerist í Indó-
Kína á þeim tíma, er einna verst
áraði þar eystra. Eins og lög gera
ráð fyrir, þurfti höfundurinn sögu-
hetjur, og þar er að finna Ameríku-
manninn Pyle. Síðan varð hann sögu-
hetjan í sögunum um söguna. Þann-
ig er mál með vexti, að til eru þeir
menn, sem telja að Ameríkanarnir
séu slæmir, mjög slæmir. Þeir hvorki
meira né minna en komi í veg fyrir,
að „þróunin“ haldi áfram að vera
þróun. Þessa menn þarf því auðvit-
að að ófrægja og níða, ásamt svo
með hinum auðvaldssinnunum incl.
íslendingum.
Og nú fannst kommunum heldur
en ekki hafa hlaupið á snærið fyrir
sér, því að Greene væri að gera gys
að höfuðfjendunum, Könunum. Sag-
an væri sem sé vatn á myllu al-
heimskommúnismans. En skjótt skip-
ast veður í lofti. Það er þannig
komið á daginn, eftir á, að Greene
þessi var Ameríkuagent í Indó-Kína
— á sama tíma og hann skrifaði sög-
una — og sendi þaðan fréttir og
greinar í samræmi við innrætið. Hef-
ur hann líklega ekki haft meiri
kynni af Pyle en Kiljan af lúsinni,
þótt hvorir tveggja hafi fundið sín
yrkisefni.
Ákveðið var fyrir ári að Ævisaga
Jóns Vídalíns kæmi út sem félags-
bók 1957. Hafði séra Árni heitinn
Sigurðsson hafið ritun hennar, en
próf. Magnús Már Lárusson tekizt
á hendur að ljúka henni. Því miður
er handrit hennar ekki tilbúið. Hef-
ur próf. Magnús Már ekki enn getað
lokið verkinu vegna vanheilsu, og
verður að flytja félagsmönnum af-
sakanir hans og félagsins á drætt-
inum.
Að vísu vill svo vel til, að félagið
hafði búna til prentunar, er þetta
varð ljóst, bók dr. Sigurðar Nordals,
Baugabrot, sem er úrval verka hans,
valið af Tómasi Guðmundssyni. Var
hugmyndin sú, að gefa bókina út sem
aukabók, en horfið hefur verið að
því ráði að senda félögum hana sem
félagsbók í stað Ævisögu Jóns Vída-
líns, enda komi sú síðamefnda út á
félagsins vegum, þegar, er handrit-
ið berst, og þá væntanlega sem fé-
lagsbók, eins og áformað hefur verið.
Þess skal geta um Félagsbréfið,
að Eiríkur Hreinn Finnbogason
cand. mag. á allar þakkir fyrir efni
þess og frágang.
E. K. J.