Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 15
ERLA JÓNSDÓTTIR, bæjarbókavöróur, Garðabæ: „SAMSTEYPUBÓKASAFNIÐ*4 í GARÐABÆ I lögum um almenningsbókasöfn frá í maí 1976 og í grunnskólalögum stendur, að heimilt sé að stofna samsteypusöfn, þ. e. almennings- og skólabókasöfn. í Garðabæ hefur slíkt safn verið starfandi frá því í nóvember 1971 í gagnfræðaskólanum, og hefi ég verið beðin að gera hér nokkra grein fyrir reynslunni af rekstri þess. Tilgangurinn var að nýta sem bezt bókakost byggðarlagsins, húsnæði og starfsfólk. Ibúatalan var þá um 3 þúsund, en er nú á 5. þús. íbúa. Þar sem markmið skólabókasafna og almennings- bókasafna er það sama, þ. e. að vera mennta-, upp- lýsinga- og tómstundastofnanir, gefur það auga leið, að hagkvæmara er fyrir minni byggðarlög að koma á fót einu góðu safni með alhliða bókasafnsþjónustu en t. d. þremur minni söfnum. Þar sem bókakostur gagnfræðaskóla og almenn- ingsbókasafns er mjög svipaður, töldu forráðamenn bókasafnsmála æskilegt, að safnið yrði til húsa í gagnfræðaskólanum. Bókakosturinn er til afnota jafnt fyrir skólann og almenning að þeim bókum undanskildum, sem staðsettar eru í fagstofum og ætlaðar eru við kennslu. Þetta hefur verið mikil lyftistöng fyrir ýmsar kennslugreinar skólans, svo sem bókmenntakennslu þar sem nemendur skólans eru skyldaðir til að velja sér kjörbækur til bók- menntaritgerða, í uppeldisbraut og samfélagsfræði, þar sem kennsla í samfélagsfræði fer að miklu leyti fram i heimildasöfnun. Almenningur hefur svo aftur á móti aðgang að handbókum safnsins á lesstofu, og hafa þeir íbúar byggðarlagsins, sem kynnzt hafa þessari þjónustu á Greinarhöfundur, Erla Jónsdóttlr, bókavörður, sýnir bókasafnið tveimur þátttakendum á ráðstefnu sambandsins um bókasafnsmál í októbermánuði, en þau eru Elín Jósefsdóttir, form. bókasafnsnefndar í Hafnarfirði, og Sigurbjörn Ketilsson, fv. skólastjóri í Njarðvíkum. Fjær sést Hilmar Jónsson í Keflavík. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.