Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Blaðsíða 28
útskrifazt á móti hverri konu, miðað við fimm ára tímabil. Á tímabilinu 1950 — 55 útskrifast 30 sinnum fleiri karlmenn. Næstu 10 ár lækkar þetta hlutfall nokkuð, en yfir hálfan annan áratug eftir 1950, eða frá 1950— 1965, útskrifast um 20 sinnum fleiri karlar frá Háskólanum en konur. Væri litið á hlutfallstölur þeirra, sem innrituðust, kæmi út allt önnur mynd. Síðastliðin 10 ár hefur orðið veruleg breyting í þess- um efnum við Háskóla íslands. Á tímabilinu 1965 —1970 útskrifuðust um 8 sinnum fleiri karlar en konur og síðastliðin fimm ár ekki nema liðlega fjór- um sinnum fleiri karlar en konur. Ég segi hér „ekki nema“. Mörgum finnst þessi munur vafalítið alltof mikill. En breytingar sem þessar taka nokkurn tíma, því ýmsir ytri þættir ráða þar miklu. Einn þessara þátta eru barnaheimili. Hlutverk okkar er því ekki að sporna gegn þessari þróun, heldur að reyna eftir beztu getu að leysa þau verkefni, sem fylgir þróun- inni og það er von mín, að ráðstefna sú, er hér er haldin, megi verða áfangi í þeirri viðleitni, því hér á að ræða um dagvistarheimili fyrir börn. Ég mun einkum ræða um þá þróun, sem orðið 30:1 Mynd 2: Fjöldi karla á móti hverri konu, sem útskrifazt hafa frá Háskóla Islands 1950 til 1975. hefur í byggingu dagvistarheimila fyrir börn hér á landi síðustu áratugi og rekja nokkra þætti þessa máls, eins og þeir hafa þróazt síðustu þrjú ár. Lög um dagvistarheimili frá 1973 Fyrstu lög um dagvistarheimili hér á landi öðluðust gildi í april 1973. Samkvæmt markmiðs- grein laganna skal dagvistarheimili gefa börnunum kost á að njóta handleiðslu sérmenntaðs fólks í upp- eldismálum og búa þeim uppeldisskilyrði, er efli persónulegan og félagslegan þroska þeirra. Þessu markmiði skyldi einkum náð með því: 1) að veita fjárhagslegan styrk til reksturs heimil- anna, 2) að taka þátt í stofnkostnaði þeirra, 3) að hafa áhrif á innra starf heimilanna, m. a. með því að gera ýmsar kröfur til þeirra, til að tryggja forsendur þess, að unnt væri að sinna uppeldishlutverki heimilanna þar, 4) að stuðla að því, að þeir aðilar, sem þess óskuðu, ættu kost á að fá teikningar af dagvistarheimil- um gegn sanngjörnu gjaldi, 5) og loks að vinna að margvíslegum sameigin- legum málefnum heimilanna, en ráðuneyti það, sem fer með málefni dagvistarheimila, mennta- málaráðuneytið, skal samkvæmt lögunum hafa í þjónustu sinni sérmenntaðan starfsmann til að vinna að málefnum dagvistarheimila. Þegar menntamálaráðuneytinu var falinn þessi málaflokkur, voru til mjög takmarkaðar upplýsingar um dagheimili og leikskóla í landinu. Engar heildartölur voru til um fjölda dagvistarheimilanna eða um starfsemi þeirra. Stærsti aðilinn í rekstri dagvistarheimila, Barnavinafélagið Sumargjöf, hef- ur þó gefið reglulega skýrslur um starfsemi sina, en yfirsýn yfir störf dagvistarheimila úti á landi var ekki til. Á vegum menntamálaráðuneytisins hefur slíkum upplýsingum verið safnað, og af þeim má nú fá allgott yfirlit yfir þessa starfsemi hér á landi og þróun hennar. Enda þótt skammur tími sé liðinn, frá þvi að lögin um dagvistarheimili voru sett og þeim hafi þegar verið breytt nokkuð, tel ég, að fullyrða SVEIT ARSTJÓRN ARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.