Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Page 43

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Page 43
HAUKUR HARÐARSON, bæjarstjóri, Húsavík: SVEITARSTJÓRNIR OG DAGVISTARHEIMILI Ég mun skipta þessu erindi mínu í eftirtalda sex þætti: 1. Hinir „góðu“ gömlu dagar. 2. Þjóðflutningar og atvinnulífsbylting. 3. Er nauðsynlegt að hjón vinni bæði úti? 4. Þáttur giftra kvenna í tekjuöflun heimila á Húsavík. 5. Dagvistarmál á Húsavik. 6. Niðurstöður af vangaveltum og nýjar spurningar. 1. Hinir ,,góðu“ gömlu dagar Land okkar, Island, er land hinna síbreytilegu og óútreiknanlegu náttúruafla. Náttúra lar.dsins er Haukur Harðarson, bæjarstjóri. mótuð af frumkröftum, ís og eldi, og hefur í tímanna rás oftlega breytt skyndilega um ásjónu vegna ham- fara þessara höfuðskepna. Náttúruhamfarir hafa ekki einungis breytt ytra útliti landsins, heldur hafa þær oft á tíðum haft í för með sér fyrirvaralausa röskun á stöðu og högum fólksins í landinu. Nægir í þessu sambandi að minna á eldgos í Vestmanna- eyjum, skriðuföll í Neskaupstað og jarðskjálfta í Norður-Þingeyjarsýslu. En byltingarkenndar breytingar á stöðu og högum okkar íslendinga geta orðið af öðrum orsökum en þeim, sem rekja má beint til hinnar sikviku náttúru landsins. Frá landnámi og allt fram á þessa síðustu öld bjó þorri landsmanna á dreifðum sveitabýlum um landið. Höfuðeinkenni í lifnaðarháttum fólksins var að vera sjálfu sér nægt um sem flesta hluti. Bitur reynsla stopulla siglinga til landsins um aldir ásamt erfiðum samgöngum innanlands hafa sjálfsagt ráðið miklu um þessa þróun. Á hverju sveitaheimili bjuggu alla jafna þrír ættliðir, afar og ömmur, pabbar og mömmur og börnin. Þegar gamla fólkið gerðist lasburða og dugði lítt til erfiðisvinnu, varð hlutverk þess tíðum að annast um börnin og uppfræða þau. Eflaust hefur þá, eins og nú, ríkt skoðanamunur á milli ungra og aldinna, en náin samskipti ólíkra aldurshópa hafa tvímælalaust aukið á umburðarlyndi og stuðlað að gagnkvæmum skilningi milli kynslóða. 2. Þjóóflutningar og atvinnulífsbylting Á þessari öld hafa átt sér stað gífurlegir fólks- flutningar úr sveitum landsins og bæir og kauptún SVEITARSTJÓRNARMAL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.