Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Blaðsíða 45
voru giftar konur á Húsavík 474 talsins og af þeim fjölda unnu 374 eða um 80.6% eitthvað utan heim- ilis. Það voru því aðeins 90 giftar konur, sem ekkert unnu utan heimilis á árinu 1974 og af þeim voru 48 gamalmenni, öryrkjar eða sjúklingar. Jafnhliða því, sem þáttur giftra kvenna í tekju- öflun heimila á Húsavík fer sífellt vaxandi, lækkar þáttur barna innan 16 ára aldurs. Samanburðartölurnar eru þessar: Tekjur 1965 2.022 þús. eða 1.71% allra tekna Tekjur 1969 1.969 þús. eða 1.10% allra tekna Tekjur 1974 9.436 þús. eða 1.08% allra tekna Líkur benda til, að aukin útivinna kvenna minnki eftirspurn eftir vinnu unglinga. 5. Dagvistarmál á Húsavík Húsavíkurbær byggði fyrsta leikskólann upp úr 1960. Þessu húsi var síðar breytt í dagheimili og húsakynni þess aukin upp úr 1970. A síðasta ári var hafin bygging nýtízku dagheim- ilis í bænum og var botnplata hússins steypt. Þá var rekinn leikskóli í barnaskólanum s. 1. sumar, og í lok ársins var tekinn í notkun nýr leikskóli, sem rekinn er í bráðabirgðahúsnæði. Upphaflegur leikskóli var byggður fyrir áeggjan Kvenfélags Húsavíkur, sem styrkti framkvæmdina fjárhagslega og sá um rekstur leikskólans og síðan dagheimilisins um árabil. Seinna rak Sjúkrahúsið á Húsavík dagheimilið, en síðan 1971 hefur Húsa- víkurbær haft rekstur þess með höndum, svo og rekstur leikskólans. Þáttur bæjarsjóðs í reksturskostnaði dagheimilis- ins hefur verið breytilegur frá ári til árs, hæstur 45% og lægstur 37%. Á sama tíma hefur hlutur notenda verið frá 62% árið 1971 og niður í 28% 1974, en hlutur notenda Jækkaði verulega, þegar rikið hóf að taka þátt í rekstri dagheimila. Kostnaður bæjarfélagsins af þessum málaflokki, miðað við heildarrekstursgjöld bæjarins, hefur farið vaxandi úr 1.08% árið 1971 upp í 2.13% árið 1975, og er þá leikskóhnn talinn með. Nam þessi gjaldaliður kr. 2.768 þús. nettó árið 1975. Árið 1975 markaði tímamót í dagvistarmálum á Húsavik. Þá tókst í fyrsta sinni að fullnægja eftir- spurn eftir vist á dagvistarheimilum, nýr leikskóli tók til starfa og hafin var bygging dagheimilis af fullkomnustu gerð. Fjárfesting bæjarsjóðs í þessum málaflokki nam rösklega 11 m. kr., sem var um 12.5% af fjárfestingarfé bæjarsjóðs brúttó. Bygging nýja dagheimilisins var boðin út, miðað við uppsteypt hús fullfrágengið að utan með gleri í gluggum og útihurðum og tekið lægsta tilboði, sem hljóðaði upp á 24.229 m. kr. á verðlagi í september f Barnadagheimlli Húsavfkur. 1975. Þessum byggingaráfanga verður væntanlega náð á þessu ári, þ. e. 1976. Of snemmt er að spá um endanlegt verð hússins, en líklega kemur verðbólgan því hátt í 100 m. kr., sem jafngildir þá 1.6 m. kr. á barn, en húsið er byggt fyrir 60 börn. Ljóst er, að til viðbótar miklum fjárfestingar- kostnaði við að koma nýja dagheimilinu upp, verður rekstur þess dýr, og þessi kostnaðarliður kemur til með að hækka, bæði hjá bæjarfélaginu og notendum þess, frá því sem nú er. Er þó ekki gert ráð fyrir vöxtum af stofnkostnaðinum. Bæjarfulltrúar á Húsavík töldu eðlilegt að taka gjaldskrá dagvistarstofnana í bænum til endur- skoðunar, jafnhliða því, sem tókst að fullnægja eftirspurninni. Var við ákvörðun nýrrar gjaldskrár við það miðað, að notendur dagvistarstofnana stæðu undir launum og launatengdum gjöldum svo SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.