Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Blaðsíða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Blaðsíða 60
Árbókinni, en þessu þótti sjálfsagt að breyta í nýju skránni, enda hafði þá Landsbókasafn tekið upp nýja skráningarhætti og hafið skráningu á skírnar- nafn. 1 Árbókinni er t. d., Guðrún frá Lundi skráð á [Árnadóttir], Guðrún frá Lundi lendir því í stafrófsröðinni undir Á. Samkvæmt nýju reglunum er hún hins vegar skráð á sitt skírnarnafn, og notandi finnur skrá yfir bækur hennar undir Guðrúnar- nafninu. Aðrar breytingar voru í sambandi við breyttar skráningarreglur og flokkun, og ýmiss konar misræmi kom í ljós, þegar allri skránni var steypt í eina röð. Fyrstu sýnishornin, sem send voru til út- gefandans, voru þannig gerð, að vélritað var á gamla spjaldið leiðrétt nafn höfundar en texti Árbókarinnar látinn halda sér að öðru leyti. Þetta var ekki nothæft vegna þess að textinn úr Árbókinni varð ólæsilega smár, þegar búið var að smækka hann. Nú varð ljóst, að endurskrá þyrfti mikinn hluta bókanna og verkið yrði því miklu stærra í sniðum en ætlað hafði verið í upphafi. Lauslega áætlað var skráin öll um 30.000 spjöld. Þá varð líka ljóst, að ekki yrði haldið áfram vinnu við skrána í því formi, sem gert hafði verið — en fram að þessum tíma hafði öll vinna verið gefin. Það varð að fá launað starfslið, en hvergi var fé að hafa. Þá tóku félagsmenn að sér að skipuleggja Bókasafn Myndlistarskólans og fengu að launum teiknivinnu nemenda í formi vegg- sjalda, sem síðan voru prentuð og seld. Með þessu fé var fenginn fyrsti launaði starfskrafturinn. Einnig var farið á fund landsbókavarðar til að kanna, hvort safnið gæti styrkt verkið, en áður hafði landsbókavörður heimilað, að Árbókin yrði notuð í þessum tilgangi. Landsbókasafn var þá og er enn með mörg stór verkefni í smíðum og á þar að auki við mikla húsnæðiserfiðleika að stríða. Landsbóka- vörður bauð samt fram vinnuaðstöðu fyrir þá bók- fræðilegu vinnu, sem vinna þyrfti og hefur starfs- fólkið, sem unnið hefur við skrána, notfært sér það boð. Næst lá fyrir að leita fjárstyrkja og var það gert bæði innan lands og utan, t. d. til Vísindasjóðs, Gjafar Jóns Sigurðssonar, Volkswagen-Stiftung og American Scandinavian Foundation, — en án ár- angurs. Hér hefði því verið sjálfhætt ef bókaverðir hefðu ekki verið haldnir óþrjótandi seiglu. Alltaf kom betur og betur í ljós þörfin fyrir þetta verk í sambandi við skipulagningu safna, og margir voru að byggja söfn upp frá grunni og aðrir að koma skipulagi á bókakost, sem fyrir var í safni, og bóka- verðir hvaðanæva voru farnir að leita til okkar. Árið 1973 hófu Landsbókasafn og embætti bóka- fulltrúa ríkisins útgáfu spjaldskrárspjalda. Nú gátu bókaverðir keypt tilbúin spjaldasett fyrir nýút- komnar bækur. Hins vegar var ástandið í flestum söfnum þannig, að skrár þeirra yfir bækur eldri en frá árinu 1973 voru mjög ófullkomnar, ef þær voru á annað borð til. Eftir að kannað hafði verið, hvort skráningarmiðstöðin hefði áform um að gefa út spjöld yfir eldri bækur og fengið það svar, að svo væri ekki, lét næsta áform ekki á sér standa. Úr því að við vorum á góðri leið með að endurskrá bækur frá þessu tímabili, 1944—1973, virtist liggja beint við að setja upplýsingarnar um hverja bók á stensil, fjöl- falda svo spjöldin og gefa bókasöfnum um allt land kost á að kaupa spjaldskrárspjöld. Valdir voru úr Árbókinni 9000 titlar og var þetta val byggt á safnkosti nokkurra almenningssafna, sem bókaverðir höfðu verið að skipuleggja skömmu áður. Smátt og smátt hefur þessu risaverki verið þokað áfram, og nú í febrúar 1977 eru komnir á stensla um 7000 af þessum 9000 titlum, sem ætlunin er að fjöl- falda og selja spjöld fyrir. Öll þessi vinna hefði reynzt óliugsandi, ef nokkur almenningsbókasöfn hefðu ekki greitt félaginu fyrirfram upp í væntanleg spjaldakaup. Til gamans má geta þess, að félagið hefur greitt fyrir rúmlega 3000 klukkustunda vinnu, og miklu meira hefur verið unnið í sjálfboðavinnu. Síðastliðið haust var beðið um fé á fjárlögum til þess að ljúka þessu verki, en ekkert svar hefur fengizt enn. Þetta hefur því verið ótrúlega erfiður róður á stundum og allt of oft hefur starfsfólkið þurft að bíða eftir kaupinu sínu, en mest höfum við haft fjóra starfsmenn í hluta úr starfi. Nú er komið að lokasprettinum í spjaldskrár- málinu. Enn er eftir að ljúka bókfræðilegri vinnu á þessum 2000 titlum, sem eftir eru. Þegar því er lokið, verður gerður pöntunarlisti og hann sendur væntanlegum kaupendum, sem síðan geta valið spjöld í samræmi við þann bókakost, sem söfnin eiga. Jafnframt því þarf að vera hægt að SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.