Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Síða 24
RÁÐSTEFNUR Skiljiö þiö ekki hvaö? Er þetta ekki alveg augljóst? Viöskiptafræöingarnir Garöar Jóns- son og Lúövík Hjaiti Jónsson á skrifstofu sambandsins, útskýra töflu í Árbók sveitarfé- laga 1994 fyrir framkvæmdastjórunum Jónasi Egilssyni, Samtökum sveitarfélaga á höf- uöborgarsvæöinu, lengst til vinstri, og Birni Hafþóri Guðmundssyni, Samtökum sveit- arfélaga í Austurlandskjördæmi, lengst til hægri. sveitarfélögum framkvæmd liúsa- leigubóta í stað þess að greiða bætur gegnum skattakerfið, einkum með því að leggja áherslu á að starfsfólk sveitarfélaganna hefði góða þekk- ingu á húsnæðismálum og betri yfir- sýn yfir félagslega hagi fólks þannig að minni líkur væru á misnotkun í kerfinu. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra flutti síðan erindi um flutn- ing grunnskólans til sveitarfélag- anna. Erindi hans birtist í heild í 6. tbl. 1994. Síðdegis á fyrri degi ráðstefnunn- ar gerði Kristófer Oliversson, ráð- gjafi hjá Hagvangi hf., grein fyrir niðurstöðu úttektar sem Hagvangur hf. hefur gert að beiðni sambandsins á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna og Jóhann Rúnar Björgvinsson, hag- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, gerði grein fyrir helstu forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 1995 á síðari deginum. Báðir sýndu þeir fram á að afkomu sveit- arfélaganna hefði hrakað allveru- lega síðustu árin og Jóhann taldi hana ekki hafa verið lakari á þeim tíma sem uppgjör Þjóðhagsstofnun- ar um tjárhag sveitarfélaganna nær til. Hann taldi vanda þeirra ekki síð- ur útgjaldavanda en tekjuvanda, eins og hann komst að orði. Þá fluttu þau Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi, og Sigrún Magnúsdóttir, borgaráðsfulltrúi í Reykjavík, erindi um horfur í fjár- málum sveitarfélaga á næstu árum í ljósi þróunar síðustu ára. Framsögu- erindi Karls Björnssonar var birt í heild í 6. tbl. 1994. Sigrún lýsti fjár- hagsstöðu borgarsjóðs hin síðari árin og auknum útgjöldum til félags- og framfærslumála og kvað mikinn samfélagsvanda fólginn í því að tæplega tíundi hver Reykvík- ingur sé á einn eða annan veg í tengslum við fjölskyldudeild eða félagsráðgjafarsvið öldrunarþjón- ustudeildar félagsmálastofnunar borgarinnar. Hún lýsti áhyggjum sínum af yfir- töku sveitarfélaga á rekstri grunn- skólans og kvað það kosta ekki undir fimm milljörðum króna f Reykjavík að ná markmiðinu um einsetinn skóla fyrir aldamótin. Hún kvað það meginmarkmið sveitarfé- laganna nú að spyrna við frekari skuldasöfnun. Ótalin er enn tvö erindi á ráð- stefnunni. A fyrri degi hennar flutti Jón Björnsson, félagsmálastjóri á Akureyri, erindi um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, sem birt er sem grein aftan við þessa frásögn, og á þeim síðari kynnti Tryggvi Sigurbjamar- son verkfræðingur Landskrá fast- eigna. Ráðstefnuna sátu 398 þátttakend- ur. Oddvltarnlr Þórir Þorgeirsson i Laugardalshreppi, Eggert Haukdal í Vestur-Landeyja- hreppi og Magnús Karel Hannesson I Eyrarbakkahreppi og Þórarinn T. Ólafsson, vara- hreppsnefndarmaöur í Eyrarbakkahreppi. Á milli Þóris og Eggerts sér á ísólf Gylfa Þálmason, sveitarstjóra Hvolhrepps. Gunnar G. Vigfússon tók myndirnar frá fjármála- ráöstefnunni á Hótel Sögu.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.