Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 57

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 57
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Stjórn SASS ásamt framkvæmdastjóra á Kirkjubæjarklaustri. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Hjörtur Þórarinsson framkvæmdastjóri, Guömundur Svavarsson, hreppsnefnd- armaöur í Hvolhreppi, Steinþór Ingvarsson, oddviti Gnúpverjahrepps, Óli Már Arons- son, oddviti Rangárvallahrepps, varaformaöur SASS, Ólafía Jakobsdóttir, hrepps- nefndarfulltrúi í Skaftárhreppi, formaöur SASS, Bjarni Jónsson, oddviti Ölfushrepps, og bæjarfulltrúarnir Siguröur Jónsson og Kristján Einarsson á Selfossi. ar atvinnuhátta og nýsköpunar í matvælaframleiðslu og ferðaþjón- ustu hins vegar. Garðar Jónsson, viðskiptafræð- ingur hjá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, flutti erindi um áfanga- skýrslu nefndar sem fjallar um yftr- [ töku grunnskólans. Greindi hann frá þeim verkefnum sem gert er ráð fyrir að flytjist frá ríki til sveitar- félaga og kostnaði þeirra. Samþykktir aöalfundarins Umhverfismál I ályktun aðalfundarins um um- hverfismal er fagnað þeirri vinnu sem lögð hefur verið í úrbætur í sorp- og frárennslismálum enda tengist það hinni vistvænu matvæla- framleiðslu sem verið er að leggja grunn að. Þá var þess óskað að um- hverfisráðuneytið léti kanna stöðu í sorp- og fráveitumálum á Suður- landi. Ahugi er á að komið verði á tilraunaverkefni með heimaflokkun sorps. Aðalfundurinn ályktaði að fram færi heildarkönnun varðandi neysluvatnsgæði, fráveitur, sorp- hirðu og förgun úrgangs á Suður- landi. Leitað verði eftir samstarfi um verkið við umhverfísráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þá hvatti aðalfundurinn allar sveitarstjórnir til að halda vöku sinni í þessum málaflokki. Hcilbrigðiseftirlit og gjaldskrár- mál Verkefni við heilbrigðis- og mengunarvamaeftirlit fara ört vax- andi og horfur em á þörf fyrir auk- inn mannafla við þennan málaflokk. Lagt var til að stjóm SASS skipaði nefnd í samvinnu við heilbrigðiseft- irlitið og umhverfisráðuneytið er vinni að endurskoðun á gjaldskrá, er taki tillit til eðlis og umfangs starf- seminnar og gætt verði jafnræðis milli einstakra atvinnugreina. Jafn- framt skuli sveitarfélögin standa straum af kostnaði sem leiðir af þjónustu við almenning. Yfirtaka grunnskólans Aðalfundurinn styður þau áform að flytja allan rekstur gmnnskólans til sveitarfélaganna en leggur áherslu á að við yfirfærsluna verði sveitarfélögunum tryggðar tekjur til þess að sinna þessu mikilvæga verk- efni. Þá þarf að ganga frá samning- um og réttindamálum starfsmanna grunnskólans áður en yfirfærslan á sér stað. Sveitarstjórnir eru hvattar til samvinnu um skólamál með það að markmiði að nemendur og starfs- fólk skólanna njóti sambærilegra kjara og menntunarskilyrða á öllu svæðinu þegar yfírfærslan verður að veruleika. Þá felur aðalfundurinn stjórn SASS að móta tillögur að samstarfi sveitarfélaganna og verksviði fræðsluráðs vegna væntanlegrar yf- irtöku gmnnskólans. Samgöngu- og vegamál Breikka þarf margar brýr á þjóð- vegi nr. 1. Þar eru enn margar brýr einnar akreinar. Suðurstrandarveg- ur, milli Þorlákshafnar og Grinda- víkur, er áherslumál Sunnlendinga ekki síður en Suðurnesjamanna. Bæta verður hafnaraðstöðuna í Þor- lákshöfn. Þá er brýnt að tengja uppsveitir Arnes- og Rangárvallasýslu með brú hjá Bræðratungu á Hvítá og við Þjórsárholt á Þjórsá. Mikið öryggismál er að byggja upp Selfossflugvöll. Lendingar þar hafa aukist mikið milli ára. Þá er fagnað auknum umsvifum í vikur- vinnslu en jafnframt bent á að enn vantar að byggja upp vegina sem liggja að vikumámunum. Sjúkrahús Suðurlands Skorað er á heilbrigðisráðherra að hefja nú þegar undirbúning að stækkun Sjúkrahúss Suðurlands samkvæmt fyrirliggjandi tillögum stjórnar þess. Ennfremur er þeim eindregnu tilmælum beint til fjár- laganefndar Alþingis að á fjárlögum næsta árs verði tryggt fjármagn til þessa brýna verkefnis.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.