Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 57
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Stjórn SASS ásamt framkvæmdastjóra á Kirkjubæjarklaustri. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Hjörtur Þórarinsson framkvæmdastjóri, Guömundur Svavarsson, hreppsnefnd- armaöur í Hvolhreppi, Steinþór Ingvarsson, oddviti Gnúpverjahrepps, Óli Már Arons- son, oddviti Rangárvallahrepps, varaformaöur SASS, Ólafía Jakobsdóttir, hrepps- nefndarfulltrúi í Skaftárhreppi, formaöur SASS, Bjarni Jónsson, oddviti Ölfushrepps, og bæjarfulltrúarnir Siguröur Jónsson og Kristján Einarsson á Selfossi. ar atvinnuhátta og nýsköpunar í matvælaframleiðslu og ferðaþjón- ustu hins vegar. Garðar Jónsson, viðskiptafræð- ingur hjá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, flutti erindi um áfanga- skýrslu nefndar sem fjallar um yftr- [ töku grunnskólans. Greindi hann frá þeim verkefnum sem gert er ráð fyrir að flytjist frá ríki til sveitar- félaga og kostnaði þeirra. Samþykktir aöalfundarins Umhverfismál I ályktun aðalfundarins um um- hverfismal er fagnað þeirri vinnu sem lögð hefur verið í úrbætur í sorp- og frárennslismálum enda tengist það hinni vistvænu matvæla- framleiðslu sem verið er að leggja grunn að. Þá var þess óskað að um- hverfisráðuneytið léti kanna stöðu í sorp- og fráveitumálum á Suður- landi. Ahugi er á að komið verði á tilraunaverkefni með heimaflokkun sorps. Aðalfundurinn ályktaði að fram færi heildarkönnun varðandi neysluvatnsgæði, fráveitur, sorp- hirðu og förgun úrgangs á Suður- landi. Leitað verði eftir samstarfi um verkið við umhverfísráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þá hvatti aðalfundurinn allar sveitarstjórnir til að halda vöku sinni í þessum málaflokki. Hcilbrigðiseftirlit og gjaldskrár- mál Verkefni við heilbrigðis- og mengunarvamaeftirlit fara ört vax- andi og horfur em á þörf fyrir auk- inn mannafla við þennan málaflokk. Lagt var til að stjóm SASS skipaði nefnd í samvinnu við heilbrigðiseft- irlitið og umhverfisráðuneytið er vinni að endurskoðun á gjaldskrá, er taki tillit til eðlis og umfangs starf- seminnar og gætt verði jafnræðis milli einstakra atvinnugreina. Jafn- framt skuli sveitarfélögin standa straum af kostnaði sem leiðir af þjónustu við almenning. Yfirtaka grunnskólans Aðalfundurinn styður þau áform að flytja allan rekstur gmnnskólans til sveitarfélaganna en leggur áherslu á að við yfirfærsluna verði sveitarfélögunum tryggðar tekjur til þess að sinna þessu mikilvæga verk- efni. Þá þarf að ganga frá samning- um og réttindamálum starfsmanna grunnskólans áður en yfirfærslan á sér stað. Sveitarstjórnir eru hvattar til samvinnu um skólamál með það að markmiði að nemendur og starfs- fólk skólanna njóti sambærilegra kjara og menntunarskilyrða á öllu svæðinu þegar yfírfærslan verður að veruleika. Þá felur aðalfundurinn stjórn SASS að móta tillögur að samstarfi sveitarfélaganna og verksviði fræðsluráðs vegna væntanlegrar yf- irtöku gmnnskólans. Samgöngu- og vegamál Breikka þarf margar brýr á þjóð- vegi nr. 1. Þar eru enn margar brýr einnar akreinar. Suðurstrandarveg- ur, milli Þorlákshafnar og Grinda- víkur, er áherslumál Sunnlendinga ekki síður en Suðurnesjamanna. Bæta verður hafnaraðstöðuna í Þor- lákshöfn. Þá er brýnt að tengja uppsveitir Arnes- og Rangárvallasýslu með brú hjá Bræðratungu á Hvítá og við Þjórsárholt á Þjórsá. Mikið öryggismál er að byggja upp Selfossflugvöll. Lendingar þar hafa aukist mikið milli ára. Þá er fagnað auknum umsvifum í vikur- vinnslu en jafnframt bent á að enn vantar að byggja upp vegina sem liggja að vikumámunum. Sjúkrahús Suðurlands Skorað er á heilbrigðisráðherra að hefja nú þegar undirbúning að stækkun Sjúkrahúss Suðurlands samkvæmt fyrirliggjandi tillögum stjórnar þess. Ennfremur er þeim eindregnu tilmælum beint til fjár- laganefndar Alþingis að á fjárlögum næsta árs verði tryggt fjármagn til þessa brýna verkefnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.