Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Qupperneq 8
FRÆÐSLUMAL
samkomulagi, sem var undirritað hinn 4. mars 1996.
Hinn 8. og 9. mars 1996 efndi Samband íslenskra
sveitarfélaga til fulltrúaráðsfundar í Borgarnesi, þar sem
þetta samkomulag var kynnt og samþykkt með þeim
orðum, að með því væru „sveitarfélögunum tryggðar
tekjur til að mæta kostnaði vegna yfirtöku grunnskólans
með fullnægjandi hætti."
Vil ég fullyrða, að betur sé fjárhagslega búið að
grunnskólanum samkvæmt þessu samkomulagi og við
flutninginn en gert hefði verið við óbreytta stöðu hans
hjá ríkinu.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra llutti frumvarp á
Alþingi um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfé-
laga, sem tók mið af þessu samkomulagi.
Lífeyrisréttindi
Til að fullnægja því skilyrði í gildistökuákvæði
grunnskólalaganna, að Alþingi samþykkti breytingu á
lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sem
tryggði öllum kennurum og skólastjórnendum við
grunnskóla, sem rétt hafa átt til aðildar að sjóðnum, að-
ild að honum, flutti Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
frumvarp um það efni á Alþingi.
Þar er mælt fyrir um það, að kennarar og skólastjóm-
endur greiði áfram iðgjald til Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins, eftir að rekstur grunnskólans llyst frá ríki til
sveitarfélaga. I meðförum þingsins var þannig um hnúta
búið, að þetta nær einnig til þeirra starfsmanna skóla og
fræðsluskrifstofa, sem verða starfsmenn sveitarfélaga og
áttu aðild að sjóðnum I. ágúst 1996.
Breyting á grunnskólalögum
Verkefnisstjórn samdi tillögur um breytingar á nýju
grunnskólalögunum. Þær tóku annars vegar mið af sam-
komulagi ríkisins og sveitarfélaganna um kostnaðar-
skiptingu. 1 stað þess að kennsludögum verði fjölgað í
172 líkt og gert var ráð fyrir í lögunum er þeim fjölgað í
170 og lengdur er tíminn til að koma á einsetningu í
grunnskólum auk þess sem bráðabirgðaákvæði um viku-
legan kennslutíma er breytt. Breytingarnar varðandi ein-
setninguna eru forsendur þess, að hægt sé að dreifa um
7,6 milljarða króna uppbyggingu á aðstöðu vegna ein-
setningar á sjö ár í stað fimm.
Hins vegar lagði verkefnisstjórn fram tillögur um
breytingar, sem eiga rætur að rekja til starfs hennar og
mats manna þar á lögunum.
í fyrsta lagi var gerð tillaga um, að Samband íslenskra
sveitarfélaga færi með þau málefni, sem vörðuðu lleiri
en eitt sveitarfélag, ef þeim væri ekki skipað með öðrum
hætti í lögum, reglugerðum eða með samkomulagi aðila.
Menntamálanefnd Alþingis breytti þessu ákvæði á þann
veg, að Samband íslenskra sveitarfélaga fer ekki með
þessi málefni heldur hefur frumkvæði að lausn málefna
grunnskólans, sem varða fleiri en eitt sveitarfélag og
ekki er skipað með öðrum hætti í lögum, reglugerðum
eða með samkomulagi aðila. Jafnframt bætti mennta-
málanefnd inn ákvæði þess efnis, að endurskoða ber
þessa skipan ekki síðar en 1. janúar 1999.
Með þessari skipan er sett öryggisnet varðandi við-
kvæma málaflokka, sem ganga óhjákvæmilega þvert á
sveitarfélögin, nefni ég þar sérstaklega sérkennslu, ný-
búafræðslu og skólabúðir. Samkvæmt ákvæðinu vita
menn, hvar unnt er að komast að lokaniðurstöðu um slík
mál, ef ekki næst samkomulag annars staðar en á vett-
vangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mér er ljóst, að
hér kann að vera urn viðkvæmt mál að ræða í augum
ýmissa, þegar litið er til sjálfstæðis sveitarfélaga og
spurninga um það, hvort einhver annar en þau sjálf,
hvert og eitt, getið tekið á málum sem þessum. Alls ekki
er verið að koma á nýju stjómsýslustigi. Hitt er haft að
leiðarljósi eins og ætíð hefur verið gert á þessu yfir-
færsluferli að leita hagkvæmra og skynsamlegra lausna í
góðri sátt viðræðuaðila.
I öðru lagi mælti frumvarpið fyrir um breytingu á
grunnskólalögunum, að sveitarfélag geti falið byggða-
samlagi um rekstur grunnskóla þau réttindi og skyldur,
sem á sveitarfélagi hvíla samkvæmt lögunum.
I þriðja lagi mælti frumvarpið fyrir um, að eignarhlut
ríkisins í skólahúsnæði skyldi afskrifa í 15 jöfnum
áföngum og hann þannig yfirfærður til þeirra sveitarfé-
laga, sem annast og kosta viðhald húsnæðisins.
Flutningur á verkefnum fræöslu-
skrifstofa
Nefnd um flutning á verkefnum fræðsluskrifstofa til
sveitarfélaga skilaði tillögum sínum í október 1995. A
grundvelli starfs nefndarinnar hafa verið settar reglu-
gerðir um sérkennslu og sérfræðiþjónustu. Með þessum
reglugerðum er tryggt, að nemendur, sem standa höllum
fæti og þurfa sérstakan stuðning í námi, njóta ekki minni
þjónustu en verið hefur. Þá verður sérfræðiþjónusta, sem
skólar hafa getað sótt til fræðsluskrifstofa, ekki minni en
áður.
Raunar gera reglugerðirnar um sérkennslu og sér-
fræðiþjónustu meira en tryggja óbreytta þjónustu. Þær
viðmiðunarreglur um útreikninga á fé til þessara þátta,
sem reglugerðirnar festa, hækka í raun framlög til sér-
kennslu um allt að 18 milljónir króna og til sérfræðiþjón-
ustu um allt að 35 milljónir króna.
Verkefnisstjórn lagði í janúar 1996 til að nefndinni um
flutning á verkefnum fræðsluskrifstofa yrði falið að
stofna vinnuhópa í hverju fræðsluumdæmi til að stuðla
að snurðulausum flutningi verkefna til sveitarfélaga.
Með þátttöku fræðslustjóra, landshlutasamtaka sveitarfé-
laga og svæðasambanda kennara og skólastjóra í þessum
vinnuhópum gafst öllum, sem málið snerti beint, færi á
að fylgjast með og hafa áhrif á, hvemig staðið yrði að
verki.
Frá upphafi var ljóst, að sveitarfélögum var í sjálfsvald
sett, hvernig þau stæðu að því að taka við verkefnum
7 0