Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 12
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR Samkomulag sambandsins og rikisstjórnarinnar frá 4. mars um yfirtöku sveitarfélaganna á öllum rekstrarkostnaöi grunnskólans staöfest í atkvæöagreiöslu á fundi fulltrúaráösins á Hótel Borgarnesi 9. mars. Aö morgni sama dags staðfesti ríkisstjórnin samkomulagiö. Samkomulag um yfirtöku alls rekstrarkostnaðar grunnskólans Frá 52. fundi fulltrúaráðs sambandsins á Hótel Borgarnesi 8. og 9. mars Á 52. fundi fulltrúaráðs sambandsins, sem haldinn var á Hótel Borgarnesi 8. og 9. mars sl., var staðfest sam- komulag sem stjórn sambandsins hafði gert við ríkis- stjórnina hinn 4. mars um yfirtöku sveitarfélaga á öllum rekstrarkostnaði grunnskólans. Að morgni sama dags hafði ríkisstjómin samþykkt samkomulagið á fundi. Ályktun fulltrúaráösins um yfirtöku grunnskólans Fulltrúaráðið samþykkti samhljóða svofellda ályktun um grunnskólamál: „Yfirtaka sveitarfélaga á öllum rekstrarkostnaði grunnskóla er yfirgripsmesta og vandasamasta verkefn- ið, sem sveitarfélögin standa nú frammi fyrir. I því felst mesta verkefnatilfærsla frá ríki til sveitarfélaga sem orð- ið hefur á síðustu áralugum og þcssi auknu verkefni og ábyrgð munu efla og styrkja sveitarstjórnarstigið. Miklu skiptir því að sem víðtækust samstaða sé milli allra aðila um þetta mikilvæga verkefni. Fulltrúaráðið minnir á þá fyrirvara, sem XV. landsþing sambandsins hafði á yfirtökunni: - um flutning tekjustofna til sveitarfélaganna í sam- ræmi við aukin verkefni; - um jöfnunaraðgerðir til að tryggja hag sveitarfélaga með hlutfallslega háan grunnskólakostnað; - að fullt samkomulag sé um flutninginn milli ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélaga kennara um kjara- og rétt- indamál. Fulltrúaráðið telur að viðunandi samkomulag sé kom- ið á hvað varðar tekjutilfærslu frá ríki til sveitarfélaga. Það samkomulag á að tryggja að sveitarfélögin geti yfir- tekið rekstur grunnskólans og jafnframt að tryggja nauð- synlegar jöfnunaraðgerðir milli sveitarfélaga. Fulltrúaráðið lítur svo á að við flutning grunnskólans til sveitarfélaga sé ekki ætlunin að skerða lífeyrisréttindi kennara og skólastjórnenda, sbr. bréf verkefnisstjórnar

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.