Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 24
FRÆÐSLUMAL lútandi og bera ábyrgð á öllu skólahaldi grunnskóla hverl fyrir sig eða í samvinnu sín á milli. Sveitarfélögin taka við því hlutverki fræðslustjóra að sjá um að grunn- skólalögum sé framfylgt og að allir nemendur fái kennslu við hæfi. Þau þurfa að vera í stakk búin til þess að taka rökstuddar ákvarðanir um skólastarfið á grund- velli faglegra forsendna. Þeir starfsmenn sveitarfélaga sem sjá um skólamál þurfa að hafa forsendur til þess að meta skólastarfið og sjá um að allt starf skólanna sé í samræmi við gildandi lög og reglur. Samkvæmt grunnskólalögum er sveitarstjórn (skóla- nefnd) m.a. ætlað að bera ábyrgð á að öll skólaskyld börn í skólahverfinu njóti lögboðinnar fræðslu og að sérfræðiþjónusta sé tryggð. Jafnframt er sveitarstjórn (skólanefnd) skylt að sjá til þess að öll börn og unglingar með lögheimili í sveitarfé- laginu sæki skóla. Nauðsynlegt er að sveitarstjórnir skilgreini ítarlega verksvið skólanefnda og setji þeim erindisbréf þar sem kveðið er á um hlutverk þeirra og umboð. I erindisbréf þarf einnig að setja ákvæði um trúnaðar- og þagnar- skyldu þeiira sem þar sitja. Fyrir setningu grunnskólalaganna árið 1974 voru starfandi fræðsluskrifstofur í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Þessar skrifstofur höfðu að miklu leyti svip- að hlutverk og skólamálaskrifstofum er nú ætlað að sinna. Sveitarfélögin höfðu sjálf haft frumkvæði að því að stofna embætti fræðslustjóra og réðu í þau störf menn sem höfðu kennslufræðilega menntun og reynslu af skólastarfi. Fræðslustjórarnir störfuðu í umboði mennta- málaráðuneytisins annars vegar og viðkomandi sveitar- stjórnar hins vegar. Þeir höfðu umsjón með kennslu og skólahaldi, öllum rekstri, eignum og eignabreytingum þeirra skóla sem reknir voru sameiginlega af ríki og við- komandi sveitarfélagi samkvæmt sérstökum samningi þar um á milli ríkisins annars vegar og viðkomandi sveitarfélags hins vegar. Sú skipan á stjórn skólamála, sem lögfest var með setningu nýrra grunnskólalaga 1995, byggir í raun á margra ára reynslu framangreindra sveitarfélaga. Mun- urinn er fyrst og fremst sá að nú er um lögbundið skipu- lag að ræða og að það nær til alls landsins. Vorið 1995 skipaði menntamálaráðherra sérstaka verkefnisstjóm til að hafa yfirumsjón með framkvæmd 11 utnings grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Verkefnis- stjórninni var ætlað að tryggja framkvæmd verk- og tímaáætlunar um flutninginn og fylgjast með undirbún- ingi nauðsynlegra aðgerða stjómvalda, s.s. lagasetningu, útgáfu reglugerða og annarra stjómvaldsaðgerða. Henni var jafnframt ætlað að samræma vinnu þriggja undirhópa sem falið var að vinna að einstökum þáttum þessa máls. Verkefnisstjórninni tókst að ná góðu samkomulagi um öll þau atriði sem máli skiptu í þessu sambandi og lauk verkefni sínu með miklum sóma. Einn af undirhópum verkefnisstjórnarinnar var nefnd um fagleg nrálefni vegna flutnings grunnskóla sem átti að gera tillögur um fyrirkomulag þeirrar þjónustu sem fræðsluskrifstofur sáu um. Þessi vinnuhópur tók saman ítarlega greinargerð sem send hefur verið til allra sveitarstjóma í landinu. Vinnu- hópurinn gerði eftirfarandi tillögur: 1. Sveitarfélög stofni skólamálaskrifstofur sem taki við verkefnum núverandi fræðsluskrifstofa eftir því sem við á. 2. Skólamálastjóri stjórni og beri ábyrgð gagnvart sveitarstjórnum á rekstri skólamálaskrifstofu á svæðinu. 3. Skólamálaskrifstofa þjóni að lágmarki 1500-2000 nemendum. 4. Lágmarksfjöldi stöðugilda á skólamálaskrifstofunr verði sjö. 5. Verkefni skólamálaskrifstofu verði í megindráttum tvíþætt, þ.e. rekstur og sérfræðiþjónusta. 6. Sveitarfélög geta falið skólamálaskrifstofu að hafa umsjón með framkvæmd og skipulagi sérkennslu. 7. Verði skólamálaskrifstofu falið að annast fleiri málaflokka fjölgi stöðugildum á skólamálaskrifstofum. 8. Núverandi sérskólar verði starfræktir áfram í sömu sveitarfélögum. 9. Settar verði reglur um sérstakar jöfnunaraðgerðir vegna ákveðinna málaflokka í rekstri grunnskóla. 10. Kjarasamningagerð og túlkun kjarasamninga verði á einum stað. Hluti af verkefnum fræðsluskrifstofa var að annast sér- fræðiþjónustu skóla samkvæmt ákvæðum eldri laga. Hlutverk sérfræðiþjónustu skóla er nánast óbreytt í nýju lögunum frá því sem áður var. Sérfræðiþjónustunni er ætlað að stuðla að því að kennslufræðileg og sálfræði- leg þekking nýtist sem best í skólastarfi. Störf sérfræðiþjónustu skóla skulu því fyrst og fremst beinast að því að efla grunnskólana sem faglegar stofn- anir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsmönnum skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á. Kennurum og skólastjórnendum skal standa til boða ráðgjöf og stuðningur sérfræðiþjónustu vegna almenns skólastarfs sem m.a. felst annars vegar í faglegri ráðgjöf vegna kennslu einstakra námsgreina og hins vegar í að- stoð og leiðbeiningum við kennara í almennri kennslu og sérkennslu. Einnig skal sérfræðiþjónusta skóla veita grunnskólum aðstoð og leiðbeiningar vegna nýbreytni og þróunar- starfa. Starfsmenn sérfræðiþjónustu skulu vinna að forvamar- starfi í samvinnu við starfsmenn skóla m.a. með kennslu- fræðilegum og sálfræðilegum athugunum og greiningu á nemendum sem eiga í erfiðleikum sem hafa áhrif á nám nemenda. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.