Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Qupperneq 30
ALMENNINGSBÓKASÖFN
Bókaval og innkaupastefna
á almenningsbókasafni
Hulda Björk Þorkelsdóttir, bœjarbókavörður í Reykjanesbæ
Bókasafn Reykjanesbæjar
Bókasafn Reykjanesbæjar er al-
menningsbókasafn sem þjónar um
10.500 manna sveitarfélagi, sem
varð til við sameiningu þriggja
sveitarfélaga á Suðumesjum, Kefla-
víkur, Njarðvíkur og Hafna. Auk
þess er það héraðsbókasafn fyrir
Gullbringusýslu skv. lögum nr.
50/1976. Ibúafjöldi á Suðurnesjum
er 15.534 manns, þar af þjónar safn-
ið 1.836 manns sem héraðsbókasafn
því skv. reglugerð verður sveitarfé-
lag sjálfkrafa bókasafnsumdæmi
með bæjarbókasafni um leið og það
öðlast kaupstaðarréttindi. Sandgerði
og Grindavík eru samkvæmt þessu
sérstök bókasafnsumdæmi.
Hlutverk almennings-
bókasafna
Hlutverk almenningsbókasafna er
skv. 1. gr. áðurnefndra laga:
Allar byggðir landsins skulu njóta
þjónustu almenningsbókasafna, svo
sem nánar er kveðió á um í lögum
þessum.
Aimenningsbókasöfn eru mennta-,
upplýsinga- og tómstundastofnanir
fyrir almenning. Þau skulu gefa
fólki sem bestan kost á að lesa og
fœra sér í nyt bœkur og veita afnot
af nýsigögnum, svo sem hljómplöt-
um, segulböndum og öðrum miðlun-
argögnum, til frœðslu og
dœgradvalar.
í 9. grein reglugerðar nr.
138/1978, sem fylgir þessum lög-
um, segir m.a. um hlutverk mið-
safna:
1. að veita almenningi möguleika á
œvimenntun
2. að gefa almenningi kost á að
verja tómstundum sér til menn-
ingarauka og afþreyingar með
heimaláni
3. að haida uppi þjónustu við al-
menning með bókabílum
4. að annast útvegun bóka og ann-
arra gagna að láni frá öðrum
söfnum
5. að vera upplýsinga- og gagna-
miðstöð, þar sem haldið sé sér-
staklega til haga efni, sem varðar
umdœmið
6. að veita frœðimönnum sérstaka
lestraraðstöðu.
Lágmarksframlög sveitar-
félaga
í lögunum er gert ráð fyrir lág-
marksframlögum sveitarfélaga til
almenningsbókasafna, þau eru end-
urskoðuð árlega af Hagstofu Is-
lands. Fyrir árið 1996 eru lágmarks-
framlögin svohljóðandi:
a) Til bœjarbókasafns greiðir bœj-
arsjóður 1.302 kr. á livern íbúa
kaupstaðarins.
b) Til bœjar- og héraðsbókasafns
greiðir bœjarsjóður 1.302 kr. á
hvern íbúa kaupstaðarins. Önn-
ur sveitarfélög í umdœminu
Blaöa- og tímaritadeild í Bókasafni Reykjanesbæjar í Keflavík.
92