Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 34

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 34
AFMÆLI Smábátahöfn Borgfiröinga, Hafnarhólmi, bátalægiö og fjær býliö Höfn. Ljósm. Mats Wibe Lund. Hundrað ára verslunarafmæli á Borgarfirði eystra Magnús Þorsteinsson, oddviti Borgarjjarðarhrepps í júlímánuði 1995 var þess minnst að eitt hundrað ár voru síðan Bakkagerði í Borgarfirði eystra varð löggiltur verslunarstaður. Mikil breyting til batnaðar hlýtur að hafa orðið í byggðarlaginu þegar íbúar þess fóru að geta fengið helstu nauðsynjar heima fyrir í stað þess að sækja verslun yfir tvo fjallvegi til Seyðisfjarðar, að ekki sé tal- að um Breiðuvík við utanverðan Reyðarfjörð í eina tíð. Raunar er vitað að Borgfirðingar stunduðu löngum vöruskiptaverslun við enska og hollenska duggara og létu ekki af þeim sið þótt einokunarverslun væri komið á árið 1602. Fyrir og um síðustu aldamót bjuggu um 400 manns í Borgarfjarðarhreppi. Auk þeirra sóttu Hjalta- staðarþinghármenn og fleiri Uthéraðsmenn verslun til Borgarfjarðar fram um miðja þessa öld að samgöngur á landi bötnuðu og verslun hófst á Egilsstöðum. Fljótlega fór byggð að þéttast í kringum verslunina sem leiddi til myndunar Bakkagerðisþorps og fjölgaði þorpsbúum ótrúlega fljótt. Fimmtán árum eftir stofnun fyrstu versl- unarinnar nálguðust þeir tvö hundruð, sem er álíka fjöldi og byggir allan hreppinn nú og hefur þó Loðmundar- fjörður bæst við. Það var Þorsteinn Jónsson „borgari" sem fyrstur hóf verslun á Bakkagerði og rak hana og ýmsan annan at- vinnurekstur í áratug. Fleiri urðu til að hefja verslunar- rekstur á staðnum framan af árum þó að stutt yrði í þeirri starfsemi hjá flestum. Af þeim má nefna Bjarna Þor- steinsson frá Höfn, sem árið 1897 reisti verslunarhús það sem enn er í notkun. Árið 1918 var Kaupfélag Borgar- 96

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.