Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 35
AFMÆLI
Bakkagerðiskirkja. Myndin er tekin meðan hátíöarmessan stóð yfir.
Á afmælishátíðinni söng barnakór undir stjórn Margrétar Bragadóttur. Ljósmyndirnar á siöunni
tók Björn Aöalsteinsson.
fjarðar eystra stofnað. Það
starfaði til 1967 að Kaupfé-
lag Héraðsbúa yfírtók rekstur
þess. Bæði kaupfélögin
höfðu lengst af umfangsmik-
inn atvinnurekstur með
höndum þar til allra síðustu
ár að Kaupfélag Héraðsbúa
rekur aðeins dagvöruverslun
á Borgarfirði.
Ljóst er að mikil umskipti
urðu í Borgarfirði við upphaf
verslunar á staðnum. Hrepps-
nefnd Borgarfjarðarhrepps
þótti ástæða til að minnast
þessa afmælis með skipu-
lögðum hætti og kaus því
þriggja manna afmælisnefnd
árið 1993. Nefndin hafði
með höndum allan undirbún-
ing afmælishátíðar, sem að
ráði varð að halda helgina
21.-23. júlí 1995. Meðal
dagskráratriða voru grill-
veisla, dansleikir og hátíðar-
messa í Bakkagerðiskirkju.
Leikfélagið Vaka hafði tvær
sýningar á leikverkinu „Alfa-
borgin" - margt er það í
steininum sem mennirnir
ekki sjá - eftir Kristínu og
Sigríði Eyjólfsdætur í leik-
stjórn og leikgerð Andrésar
Sigurvinssonar. Til hátíðar-
samkomu í Fjarðarborg á
laugardeginum komu um tvö
hundruð manns og kveðjur
og gjafir bárust. Þar flutti
Árni Halldórsson hrl. hátíð-
arræðu. Tónlistarflutningur á
samkomunni var undir stjóm
Margrétar Bragadóttur tón-
skólastjóra.
Á árinu 1989 komu nokkr-
ir Borgfirðingar saman á
fund til þess að leggja á ráð
um ritun og útgáfu á Sögu
Borgarfjarðar eystra á aldar-
afmæli Bakkagerðis sem lög-
gilts verslunarstaðar. Sögu-
hópurinn, eins og þessi áhugahópur kaus að kalla sig,
réði fljótlega Magnús H. Helgason sagnfræðing til þess
að ritstýra verkinu. Söguhópurinn hefur starfað sem eins
konar ritnefnd þennan tíma og einnig lagt efni til bókar-
innar. Ymsir aðilar hafa styrkt útgáfuna. Þar vegur þyn-
gst árlegt framlag Borgarfjarðarhrepps. Bókin, sem er
380 bls. að stærð, kom út sl. haust. Verslunarsaga
byggðarlagsins tekur að vonum mest rými í bókinni en
auk hennar er fjallað um landshætti, atvinnumál og
fleira.
97