Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 42
UMHVERFISMÁL
Fossálar á Slðu.
Hreint Suðurland 1993-1997
Könnun og mat á umhverfisgæðum
á Suðurlandi
Birgir Þórðarson umhverfisskipulagsfrœðingur,
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands
Unnið er að heildarkönnun á um-
hverfisgæðum á Suðurlandi. Kann-
að er með rannsóknum ástand
neyslu- og nytjavatns, fráveitumál,
sorphirða og sorpförgun, auk
ástandskönnunar ýmissa annarra
þátta umhverfismála á Suðurlandi, í
dreifbýli og á þéttbýlisstöðum.
Stefnt er að því að þróa og aðlaga
umhverfismál á Suðurlandi á sjálf-
bæran máta og að samspil byggðar
og umhverfis byggi á virðingu fyrir
náttúrunni og vistkerfum hennar.
1. Markmid
Verkefnið stefnir að því að stuðla
að alhliða umhverfisumbótum á
Suðurlandi í samstarfi 29 sveitarfé-
laga, fyrirtækja, félagasamtaka og
einstaklinga. Markmið verkefnisins
er betra og hreinna Suðurland þar
sem umhverfið verði öllum íbúum
til sóma, þar sem framleiðslu- og
þjónustufyrirtæki geta sagt með
sanni að framleiðsla þeirra komi úr
hreinu umhverfi og hægt verði að
bjóða gestum heim á Hreint Suður-
land og veita þeim bestu fáanlegu
þjónustu.
Sjálfbær þróun og sú stefnumót-
un, sem unnið var að á umhverfis-
og þróunarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna 1992, er einn af grunnum
verkefnisins.
Verkið er unnið í eftirfarandi
verkþáttum:
2. Upplýsingaöflun -
Rannsóknir
Unnið er að öflun upplýsinga á
l 04