Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 53

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 53
FORNLEIFAR 7. mynd. Gullsteinn hjá Giljá I Þingi, A-Húnavatnssýslu. Sagt er aö ármaöur Koöráns á Giljá hafi búiö í steininum og tengist þjóðsagan Þorvaldi víöförla, syni Koöráns (Konráös). Minjar sem þessar eru andlegar eöa huglægar fornleifar, sem tengjast hugarfari þjóöarinnar og þvi jafn merkilegar eöa mikilvægar fyr- ir þjóöarvitundina og efnislegar fornleifar, þótt þær tengist öör- um þáttum lífsins. Myndin er tekin áriö 1965. (Skyggnusafn Þjms. nr. 1235. Ljósmyndari Þór Magnússon.) uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru svo að þær njóti ævinlegrar friðunar þjóðminjalaganna. Annars vegar getur verið að minjamar séu ekki eitt hundrað ára eða eldri og falla þá ekki undir þjóðminjalögin, eða hins vegar að minjagildið sé það lítið að lítil athugun sé nægjanleg áður en þær verði fjarlægðar. í einstaka til- fellum getur verið að vettvangsathugun ein nægi, en í öðrum tilfellum þarf að rannsaka fornleifarnar mjög ítarlega og gætu slíkar rannsóknir tekið mörg ár. Að síðustu ber að nefna að í nokkrum tilfellum getur verið um fornleifar að ræða sem minjavarslan getur ekki 8. mynd. Bæjarrústir á Hjörleifshöföa. Umhverfi rústanna er vægast sagt tignarlegt þar sem þær virðast storka náttúruöflun- um og jafnvel guöunum. Myndin er tekin áriö 1974. (Skyggnu- safn Þjms. nr. 2632. Ljósmyndari Þór Magnússon.) 9. mynd. Höfnin í Flatey. Eyjan er slokknaöur gígur meö opi mót suöri. Bátalægi gerast varla betri frá náttúrunnar hendi. Á botni hafnarinnar hvíla tvö flök skipa, kaupfariö Melckmeyt og skonnortan Charlotte. Hiö fyrrnefnda sökk áriö 1659 en hiö síö- arnefnda á seinni helmingi sföustu aldar. Hafiö geymir margt umhverfis landiö og mikiö af því eru fornleifar sem njóta sömu verndunarákvæöa og aörar fornleifar. (Ljósmyndari Bjarni F. Einarsson. Flatey 1993.) leyft að raskað verði á nokkurn hátt, enda séu þær svo mikilvægur minnisvarði um sögu þjóðarinnar að jaðri beinlínis við ábyrgðarleysi að hleypa nokkrum í þær nema að mikið liggi við. Slíkar fomleifar eru þingbúða- rústirnar á Þingvöllum, rústir verslunarstaðarins Gása við Eyjafjörð og Skálholt svo að dæmi séu tekin. Ef fomleifar glatast eru þær horfnar að eilífu. Þær er ekki hægt að laga eða endurgera. Þær eru horfnar vem- leikanum og þær eru horfnar vísindunum. Sama má segja um fornleifarannsóknir að vissu marki. Þegar forn- leifar eru grafnar eyðileggjast þær og hverfa, en þær 10. mynd. Rústir i Eldborgarhrauni hjá Grindavík. Trúlega hafa mannvirkin veriö notuö I tengslum viö útgerö. Myndina valdi ég fyrst og fremst vegna þess aö hún er elsta litskyggnan í skyggnusafni Þjóöminjasafnsins, en hún er tekin um miöjan sjötta áratuginn. (Skyggnusafn Þjms. nr. 1. Ljósmyndari ókunn- ur.) I 1 5

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.