Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 57

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 57
ORYGGISMAL Abyrgö vióbragdsaóila Það er á ábyrgð viðbragðsaðila að réttar og nægilegar upplýsingar séu til staðar hjá Neyðarlínunni til að hægt sé að bregðast við neyðarkalli á fljótvirkan og öruggan hátt. Síð- astliðin tvö ár hefur verið unnið að gagnasöfnun frá viðbragðsliðum. Gögn eru að breytast frá degi til dags og upplýsingakerfið verður að vera sveigjanlegt hvað varðar breyt- ingar og aðlögun. Undanfamar vik- ur hafa mörg slökkvilið verið að símboðavæðast. Það gerir okkur kleift að boða heilt slökkvilið með einni hringingu. Þetta er örugg og hag- stæð aðferð við útkall á viðbragðsliði. Póstur og sími hefur undanfarið unnið að endurbótum og aukinni úibreiðslu símboðakerfisins. Mjög gott samstarf hefur ver- ið við alla aðila í gagna- söfnuninni því mikil- vægt er að hafa ná- kvæmar upplýsingar í gagnagrunni Neyðarlín- Eftirlitsnefnd dómsmálaráóu- neytisins A vegum dómsmála- ráðuneytisins starfar eftirlitsnefnd, í samræmi við lög um neyðarsímsvör- un, sem verður ráðuneytinu til eftir- lits og ráðuneytis við framkvæmd laganna. Hlutverk nefndarinnar er að hafa eftirlit með því að neyðarsím- svörun sé á hverjum tíma rekin sam- kvæmt lögum og reglum sem um hana gilda. I nefndinni eiga sæti full- trúar frá ráðuneytum samgöngu- og heilbrigðismála, tveir fulltrúar til- nefndir af Sambandi íslenskra sveit- arfélaga svo og fulltrúi landssamtaka björgunarsveita og annarra aðila sem vinna verkefni á þessu sviði. Dóms- málaráðherra skipar tvo menn og er annar þeirra formaður nefndarinnar. Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykjavík, er formaður nefndarinnar. Samræmda neyöarnúmeriö 112 hefur veriö málaö á sjúkrabíla og slökkvibíla. Myndirnar meö greininni tók Gunnar G. Vigfússon fyrir Sveifarstjórnarmál. Hvernig á aö hringja í 112? Neyðamúmerið 112 tekur á rnóti tilkynningum um eignir og fólk í neyð. Ef slys eða óhapp ber að höndum er hringt í I l 2 og greint frá aðstæðum, sagt frá hvar atburð- urinn átti sér stað og hvers konar hjálp er óskað eftir, þ.e. iögreglu, slökkviliði, sjúkrabíl eða lækni. Fólk er beðið að halda ró sinni og hlusta vel eftir ráðleggingum starfs- manna Neyðarlínunnar. Strax eru gerðar viðeigandi ráðstafanir til að koma hjálp á staðinn eins fljótt og mögulegt er. Ef hringt er úr farsíma er mjög mikilvægt að gefa upp ná- kvæma landfræðilega staðsetningu atburðarins til að hægt sé að ákveða hvaða viðbragðslið þjóni því svæði þar sem hjálpar er þörf. Ef neyðar- símtal er flutt til viðkomandi við- bragðsliðs er mikilvægt að bíða í símanum og leggja ekki á fyrr en nauðsynlegum upplýsinguni hefur verið komið á framfæri. Símtals- flutningur tekur aðeins nokkrar sek- úndur og ef ekki tekst af einhverjum ástæðum að flytja samtalið færist það sjálfvirkt aftur til Neyðarlínunn- ar. Við stórslys eða bruna hringja margir út af sama atburðinum og getur þá komið upp sú staða að nokkurn tíma taki að komast í samband við neyðarsímavörð. Vin- samlegast sýnið þolin- mæði því það verður brugðist við neyðar- kallinu við fyrstu hringingu og aðstoð send strax af stað. Ef þú ert í vafa hvort þú eigir að hringja í Neyð- arlínuna vegna ein- hvers atburðar skalt þú frekar hringja en að sleppa því. Lokaorö Allt verður gert til að samræmd neyðarsím- svörun gangi sem fljót- ast og eðlilegast. Tölvukerfi og annar búnaður verður í hæsta gæðaflokki og tryggt að vaktstöðin verður aldrei óvirk vegna straum- rofs. Starfsmenn og stjórnendur munu leggja sig alla fram við að koma fólki, sem lendir í neyð og hringir í 112, í samband við rétt viðbragðslið til að hjálp berist sem allra fyrst. Mikilvægt er að gott samstarf takist milli allra þeirra sem að málinu koma. Þetta á ekki síst við um samstarf við sveitarfélögin í landinu. Samræmd neyðarsímsvör- un verður ekki fullkomin á einni nóttu. Það tekur tíma og þolinmæði að gera kerfið eins gott og stefnt er að. Markmiðið er að neyðarsím- svörun á Islandi verði með því besta sem þekkist í Evrópu. Með sameig- inlegu átaki tekst það. 1 1 9

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.