Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 58

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 58
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM 3. ársþing SSNV Þriðja ársþing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) var haldið við fyrsta flokks aðstæður í bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki dagana 24. og 25. ágúst 1995. Auk venju- legra aðalfundarstarfa voru málefni grunnskólans og at- vinnumál meginefni þingsins. Málefni grunnskólans Framsögumenn um málefni grunnskólans voru Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Garðar Jónsson, við- skiptafræðingur á skrifstofu Sambands íslenskra sveitar- félaga. Eftir miklar umræður á fundinum og í sérstakri þing- nefnd voru svofelldar tillögur samþykktar: Þriðja ársþing SSNV skorar á menntamálaráðherra að sjá til þess að við endurskoðun á lögum um framhalds- skóla verði byggingarkostnaður heimavista áfram að fullu greiddur af ríkinu. Þingið beinir því til stjórnar samtakanna að útfæra í samráði við sveitarstjómir og fagaðila hvemig þau verk- efni sem unnin hafa verið á Fræðsluskrifstofu Norður- lands vestra verði leyst með eftirfarandi skipulag í huga: 1. Launa- og starfsmannamál skólanna flytjist til þeirra sveitarfélaga sem standa að rekstri hvers grunn- skóla. Stjórn SSNV telur ekki ástæðu til að launamál kenn- ara séu með öðrum hætti en annarra starfsmanna sveitar- félaganna. Því sé eðlilegt að launaútreikningar séu unnir af rekstraraðilum á hverjum stað en túlkun samninga verði á einum stað hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og umboð til kjarasamninga verði framselt með sama hætti og gert er nú gagnvart öðrum stéttum opinberra starfsmanna til launanefndar sveitarfélaga. 2. Kennsluráðgjöf, sálfræðiþjónusta og önnur sér- fræðileg aðstoð verði rekin með öðru ráðgjafarstarfi sveitarfélaganna á sviði skóla- og félagsmála. í dreifbýlinu hefur víðast hvar ekki verið völ á annan i sálfræðiþjónustu og félagslegri aðstoð en þeirri sem veitt hefur verið á vegum fræðsluskrifstofunnar í skól- um. Með því að sameina þá sérfræðiþjónustu sem sveit- arfélögunum er skylt að veita samkvæmt 42. og 43. grein grunnskólalaganna núverandi ráðgjafarþjónustu sveitarfélaganna er ætlunin að sinna þörfum einstakl- ingsins betur en hingað til. 3. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra stofni embætti skólafulltrúa sem hafi það hlutverk að sam- ræma faglegt starf sérfræðinga á sviði skólamála. Auk samræmingar á faglegu starfi hafi embætti skóla- fulltrúa eftirtalin verkefni með höndum: • Að safna og miðla upplýsingum fyrir skóla á svæð- inu (námskeið, skólaþróun, skólahald á öðrum svæðum ogfl.). • Að sinna skýrslugerð um skólahald til menntamála- ráðuneytis og sveitarfélaganna. • Að sjá um kennslugagnasafn (innkaup og útlán kennslugagna og myndbanda). • Að sinna ráðgjöf um launamál og gerð vinnu- skýrslna. • Að sinna ráðgjöf við leikskóla á Norðurlandi vestra. • Að vera málsvari sveitarfélaganna gagnvart mennta- málaráðuneytinu og Námsgagnastofnun. • Að vera sveitarfélögum til leiðbeiningar m.a. við ákvörðun um kennslumagn í skólum, stöðugildafjölda og sérkennsluþörf. Skipulag: Á Siglufirði verði launaútreikningar fyrir kennara unnir á bæjarskrifstofu Siglufjarðar og sérfræðiþjónustan rekin á ábyrgð bæjarstjórnar Siglufjarðar. Kostnaður greiðist af Siglufjarðarbæ. I Skagafirði verði launaútreikningar fyrir kennara unnir af reikningshaldara hvers skóla og kostnaður greiðist eftir samningi um skiptingu á rekstrarkostnaði. Sérfæðiþjónustan verði rekin á ábyrgð Sauðárkróksbæjar og héraðsnefndar Skagafjarðar sem semji um fram- kvæmdina og skiptingu kostnaðar. I Húnavatnssýslum verði launaútreikningar fyrir kennara unnir af reikningshaldara hvers skóla og kostn- aður greiðist eftir samningi um skiptingu á rekstrarkostn- aði. Sérfræðiþjónustan verði rekin á ábyrgð héraðs- nefnda A-Hún. og V-Hún. sem semji um framkvæmdina og skiptingu kostnaðar. Skrifstofumar á Siglufirði, Sauðárkróki og Blönduósi verði reknar sjálfstætt en embætti skólafulltrúa sé rekið af SSNV. Embætti skólafulltrúa sé valinn staður á Blönduósi. Samið verði við menntamálaráðuneytið um yfirtöku á búnaði núverandi fræðsluskrifstofu og kennslugagnasafni. Skipulag skólaskrifstofanna verði tekið til endurskoð- unar í ljósi reynslunnar á ársþingi SSNV þegar tveggja ára reynsla er fengin af starfseminni. Atvinnumál Framsögumenn um atvinnumál voru Helga Haralds- dóttir, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs á Akur-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.