Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 4
FORUSTUGREIN Rekstur sveitarfélaga Skipting opinberra umsvifa er með allt öðrum hætti hérlendis en í nágrannalöndunum þar sem hlutdeild sveitarfélaganna er mun hærri en hér á landi. A árinu 1995 námu opinber útgjöld í heild sinni 177 milljörðum króna og skiptust á milli ríkis og sveitarfélaga með þeim hætti að hlutdeild ríkisins var 140 milljarðar króna eða 79% og hlutdeild sveitarfélaganna 37 milljarðar eða 21%. Yfirtaka sveitarfélaganna á ölluni rekstrarkostnaði grunnskólanna eykur hlut sveitarfélaga nokkuð eða í 25% en að stærstum hluta liggur mismunurinn í því að sveitarfélög í nágrannalöndunum fara með framhalds- menntun og stóran hluta heilbrigðisþjónustunnar, sem hér er nær því eingöngu á verksviði ríkisins. í ljósi þessarar hlutfallsskiptingar opinberra útgjalda hér á landi þarf að taka verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga til gagngerrar endurskoðunar. Sveitarstjómarstigið þarf að efla með færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga með það að markmiði að bæta þjónustu og nýtingu fjár- muna. Það á að vera hægt með því að auka ábyrgð þess stjórnstigs, sem stendur nær þeim er þjónustunnar njóta. Ennfremur þurfa sveitarfélögin að skilgreina betur hvaða verkefnum þau ætla sjáll’ að sinna og hvaða verk- efni þau ætla að fela öðrum, svo sem einstaklingum, fyr- irtækjum og félagasamtökum. Opinber umsvif geta aldrei að öllu leyti ráðist af eftir- spurn el'tir framkvæmdum og þjónustu því skattheimt- unni hljóta að vera ákveðin takmörk sett. Löggjafarvald- ið verður að hyggja að þessu þegar ný lög og reglugerðir eru sett svo og sveitarfélög þegar þau taka ákvarðanir um nýjar framkvæmdir og aukinn rekstur. Forgangsröð- un hlýtur því ávallt að vera mjög ntikilvæg og mörkun stefnu til lengri tíma er óhjákvæmileg. Atak í umhverfis- málum verður t.d. að ákvarða með hliðsjón af því hvað ætlast er til í öðrum málaflokkum, svo sem mennta- og félagsmálunt, því ekki er unnt að gera alll í einu. Al- menn umræða unt fjárhagsstöðu sveitarfélaganna og skuldastöðu þeirra, einkum tvö sl. ár, hefur leitt til við- horfsbreytinga í rekstri og framkvæmdum. Fjárfesting og rekstur sveitarfélaganna lýtur þó að því leyti sömu lögmálum og hjá einstaklingum og fyrirtækj- um að hvert þeirra verður að sníða sér stakk eftir vexti. Sveitarfélögin verða að gaumgæfa rekstur þjónustu- stofnana til lengri tíma áður en ákvarðanir eru teknar um framkvæmdir. Grundvallaratriði er að áætlun um rekstr- arútgjöld og framkvæmdir sé í samræmi við væntanleg- ar tekjur en ekki lántökur. Ymsar leiðir eru til að auka skilvirkni og sérstaka áherslu ber að leggja á útboð, lang- tímaáætlanir, þjónustusamninga og rammaáætlanir. Framtíðarsýn sveitarfélaganna hlýtur óhjákvæmilega að mótast af kröfum samtímans. I ljósi þess sem að frarnan er sagt rná telja líklegt að hlutverk löggjafar- og framkvæmdavalds beinist í auknum mæli að sköpun tækifæra. Horfið verði frá nákvæmari útlistun um út- færslu í formi laga og reglugerða, eða með öðrurn orðum að stofnanir ríkis og sveitarfélaga fái tækifæri eða svig- rúnt til að leita í auknum mæli eigin leiða að settu marki. Almennt séð tel ég að sveitarfélögin eigi ekki að reka þjónustu sem einstaklingar, fyrirtæki eða félagasamtök geta sinnt. Því eiga sveitarfélög hiklaust að fela slíka starfsemi öðrum aðilum. Sveitarfélögin munu í auknunt mæli leita útboða í allar framkvæmdir og margs konar rekstrarverkefni, en ekki fjölga eigin starfsfólki til að sinna verkefnum. Slík útboð eiga ekki að vera einskorð- uð við sveitarfélagamörk eða tiltekin svæði. Enginn vafi leikur á því að vel skilgreind útboð á vör- um og þjónustu hafa þegar skilað mörgum sveitarfélag- anna verulegum ávinningi, en ástæða er til að ætla að hægt sé að ná enn meiri árangri með útboðum á ýmissi þjónustu, sem sveitarfélögin hafa sjálf veitt með eigin starfsliði til þessa. Þjónustusamningar um einstök viðfangsefni munu verða teknir upp í auknunt mæli, svo sem rekstur íþrótta- húsa, sundstaða, leikskóla og skíðasvæða, svo eitthvað sé nefnt. Starfsmenn og rekstraraðilar taka á sig aukna ábyrgð með því fyrirkomulagi þótt heildarumsvif mála- flokksins séu ákvörðuð í föstum samningi um fjárfram- lög. Með slíku fyrirkomulagi er aukin ábyrgð færð yfir á rekstraraðilana, sem leiðir til skynsamlegri forgangsröð- unar og betri nýtingar fjármuna. Astæða er þó til að taka skýrl fram að sveitarstjórnirnar bera þó endanlega alla ábyrgð á umfangi og rekstri viðkomandi verkefna. í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélaganna og mikillar skuldasöfnunar þeirra á undanförnum árum er afar mikil- vægt að fjármálastjóm þeina sé tekin föstum tökum og nýjum vinnubrögðum beitt. Almennt starfsumhverfi sveitarfélaganna, lögskyldur þeirra og tekjumöguleikar eru ásamt fjármálastjórninni og stjórnun rekstrar og framkvæmda það sem mestu skiptir um afkomti þeirra og ntöguleika til framtíðar litið. Vilhjálmur Þ. VHhjálmsson 1 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.