Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 35
ERLEND SAMSKIPTI
Reykjavík menningarborg Evrópu
árið 2000
Til móts við nýtt árþúsund
Reykjavík þar sem menningin er nauðsyn
Guðrún Agústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur
Melina Mercouri, gríska leik-
konan sem nú er látin, átti frum-
kvæði að því í menningarmála-
ráðherratíð sinni að stofna til
verkefnisins „Menningarborgir
Evrópu“. Jack Lang, þáverandi
menningarmálaráðherra Frakk-
lands, gerðist liðsmaður hennar
og það munaði um minna. Það
kom svo í hlut menningarmála-
ráðherranefndar Evrópubanda-
lagsins hinn 13. júní 1985 að
samþykkja tillögu Melinu.
Henni fannst rétt að samstarf
Evrópuþjóða snerist ekki ein-
vörðungu um viðskipti og fjár-
mál, heldur einnig um menn-
ingu.
Hið opinbera markmið var að
auka gagnkvæm kynni Evrópu-
þjóðanna, að draga fram sam-
eiginleg einkenni Evrópuríkja
en leggja jafnframt áherslu á
fjölbreytileika, að gera menning-
arlega sérstöðu einstakra borga,
svæða eða landa almenningi ljósari og aðgengilegri.
Aþena var fyrst
Aþena var fyrsta menningarborgin árið 1985. í kjöl-
farið komu svo Flórens, Amsterdam, Berlín, París, Glas-
gow, Dublin, Madrid, Antwerpen, Lissabon, Lúxem-
borg, Kaupmannahöfn. Þá fannst borgaryfirvöldum í
Reykjavík orðið tímabært að sækja um og það var
ákveðið í borgarráði vorið 1994. Skipuð var nefnd til að
vinna að umsókn um útnefningu Reykjavíkur sem
menningarborgar Evrópu árið 2000 og til vara árið 2001.
í nefndinni sátu auk undirritaðr-
ar, sem gegndi formennsku,
Katrín Fjeldsted, Þórunn Haf-
stein, síðar Þorgeir Ólafsson, af
hálfu menntamálaráðuneytisins
og Bjami Sigtryggsson af hálfu
utanríkisráðuneytisins. Með
nefndinni störfuðu Gunnar B.
Kvaran og Tryggvi Þórhallsson
sem var ráðinn tímabundið sem
verkefnisstjóri.
I umsókn okkar lögðum við
áherslu á að Reykjavík væri
menningarborg hvern dag og
lýstum gróskumiklu menningar-
og listalífi hér, sem þó væri
nauðsynlegt að efla og styrkja.
Að auki verður haldið upp á
1000 ára afmæli kristnitöku í
landinu á þessum tímamótum.
Þá verður haldið hátíðlegt af-
mæli landafundanna, Ríkisút-
varpið á 70 ára afmæli, Sinfón-
íuhljómsveit Islands og Þjóð-
leikhúsið fagna hálfrar aldar af-
mæli og 30 ár eru þá liðin frá fyrstu Listahátíð í Reykja-
vík. Það eru því ærin tilefni til hátíðahalda.
Menning sem næsta fáir þekkja
Til að kynna Reykjavík og menningarlífið hér var gef-
inn út bæklingur þar sem lögð var áhersla á að kynna
hvað Reykjavík og raunar landið allt hefur upp á að
bjóða í menningarlífinu.
Þar segir m.a.: „Það er alkunna að Bandaríkin eru stór-
veldi vegna náttúruauðlinda sinna, ríkidæmis og yfir-
burða í þekkingu á tækni. Það er einnig þekkt að Japan
Greinarhöfundur, Guörún Ágústsdóttir, á aöaitorgi
Santiago de Compostela á Spáni.
225