Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 35
ERLEND SAMSKIPTI Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 Til móts við nýtt árþúsund Reykjavík þar sem menningin er nauðsyn Guðrún Agústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur Melina Mercouri, gríska leik- konan sem nú er látin, átti frum- kvæði að því í menningarmála- ráðherratíð sinni að stofna til verkefnisins „Menningarborgir Evrópu“. Jack Lang, þáverandi menningarmálaráðherra Frakk- lands, gerðist liðsmaður hennar og það munaði um minna. Það kom svo í hlut menningarmála- ráðherranefndar Evrópubanda- lagsins hinn 13. júní 1985 að samþykkja tillögu Melinu. Henni fannst rétt að samstarf Evrópuþjóða snerist ekki ein- vörðungu um viðskipti og fjár- mál, heldur einnig um menn- ingu. Hið opinbera markmið var að auka gagnkvæm kynni Evrópu- þjóðanna, að draga fram sam- eiginleg einkenni Evrópuríkja en leggja jafnframt áherslu á fjölbreytileika, að gera menning- arlega sérstöðu einstakra borga, svæða eða landa almenningi ljósari og aðgengilegri. Aþena var fyrst Aþena var fyrsta menningarborgin árið 1985. í kjöl- farið komu svo Flórens, Amsterdam, Berlín, París, Glas- gow, Dublin, Madrid, Antwerpen, Lissabon, Lúxem- borg, Kaupmannahöfn. Þá fannst borgaryfirvöldum í Reykjavík orðið tímabært að sækja um og það var ákveðið í borgarráði vorið 1994. Skipuð var nefnd til að vinna að umsókn um útnefningu Reykjavíkur sem menningarborgar Evrópu árið 2000 og til vara árið 2001. í nefndinni sátu auk undirritaðr- ar, sem gegndi formennsku, Katrín Fjeldsted, Þórunn Haf- stein, síðar Þorgeir Ólafsson, af hálfu menntamálaráðuneytisins og Bjami Sigtryggsson af hálfu utanríkisráðuneytisins. Með nefndinni störfuðu Gunnar B. Kvaran og Tryggvi Þórhallsson sem var ráðinn tímabundið sem verkefnisstjóri. I umsókn okkar lögðum við áherslu á að Reykjavík væri menningarborg hvern dag og lýstum gróskumiklu menningar- og listalífi hér, sem þó væri nauðsynlegt að efla og styrkja. Að auki verður haldið upp á 1000 ára afmæli kristnitöku í landinu á þessum tímamótum. Þá verður haldið hátíðlegt af- mæli landafundanna, Ríkisút- varpið á 70 ára afmæli, Sinfón- íuhljómsveit Islands og Þjóð- leikhúsið fagna hálfrar aldar af- mæli og 30 ár eru þá liðin frá fyrstu Listahátíð í Reykja- vík. Það eru því ærin tilefni til hátíðahalda. Menning sem næsta fáir þekkja Til að kynna Reykjavík og menningarlífið hér var gef- inn út bæklingur þar sem lögð var áhersla á að kynna hvað Reykjavík og raunar landið allt hefur upp á að bjóða í menningarlífinu. Þar segir m.a.: „Það er alkunna að Bandaríkin eru stór- veldi vegna náttúruauðlinda sinna, ríkidæmis og yfir- burða í þekkingu á tækni. Það er einnig þekkt að Japan Greinarhöfundur, Guörún Ágústsdóttir, á aöaitorgi Santiago de Compostela á Spáni. 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.