Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 12
FJÁRMÁL 1. Almenn framlög Almenn framlög skulu reiknuð á grundvelli kennslu- stunda í sveitarfélagi samkvæmt reiknilíkani og vægi sveitarfélaga í útsvarsstofni. Framlögin skulu greidd til sveitarfélaga að undanskildum nokkrum sveitarfélögum sem fá allan sinn kostnað uppborinn í útsvarshækkun- um. Reiknilíkaninu er ætlað að lýsa sem best hagkvæmni grunnskólanna miðað við fjölda nemenda í viðkomandi skóla. Líta má á niðurstöðu reiknilíkansins fyrir hvem grunnskóla sem útreiknaðan kennslustundafjölda á hvern nemanda vegna almennrar kennslu, almennrar sérkennslu og afsláttar stjómenda. Nemendafjöldi hvers grunnskóla er breyta reiknilíkansins, þ.e. stærð sem hef- ur breytilegt gildi. 2. Sérkennsla fatlaðra nemenda Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða framlög til sveitarfélaga vegna grunnskólanemenda sem falla undir lög um málefni fatlaðra. Eftirfarandi tvö skilyrði eru fyrir greiðslu framlaga til viðkomandi sveitarfélaga: a. Að viðkomandi nemandi eigi lögheimili í sveitarlé- laginu og hafi verið greindur fatlaður af Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, Heymar- og talmeinastöð Islands, Sjónstöð Is- lands eða öðrum aðila sem Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins viðurkennir. b. Að fötlunin falli undir viðmiðun Jöfnunarsjóðs er kalli á verulega sérkennsluþörf. 3. Framlög vegna veikindaforfalla og barnsburðar- leyfa kennara Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða þeim sveitar- félögum framlög þar sem kostnaður vegna veikindafor- falla og barnsburðarleyfa kennara í grunnskólum er verulega hár. Ef árlegur kostnaður vegna veikindaforfalla og bams- burðarleyfa í sveitarfélagi fer yfir 0,368% af útsvars- stofni næstliðins tekjuárs skal greiða framlag sem nemur 85% af þeim kostnaði sem umfram er. 4. Framlög vegna nýbúafrœðslu Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða sveitarfélög- um framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíkt er að ræða. Fyrir hvert fjárhagsár skal Jöfnunarsjóður gera áætlun um umfang nýbúafræðslu á landinu utan Reykjavíkur- borgar. Aætlunin skal unnin í samstarfi við námsstjóra í nýbúafræðslu. 5. Skólabúðir að Reykjum Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal veita framlag til reksturs skólabúða að Reykjum í Hrútafirði. Framlagið skal ákveðið í sérstökum samningi milli jöfnunarsjóðs, Sambands íslenskra sveitarfélaga, mcnntamálaráðuneyt- isins og hlutaðeigandi rekstraraðila skólabúðanna. 6. Börn vistuð af Barnaverndarstofu Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal veita Bamavemdar- stofu árlegt framlag vegna almennrar kennslu og sér- kennslu þeirra barna sem vistuð eru utan lögheimilis- sveitarfélags af Barnaverndarstofu og stunda þar grunn- skólanám. Fjárhæðin skal endurskoðuð árlega að feng- inni reynslu. 7. Önnurframlög Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal taka frá fjármagn er nýtast skal til framlaga vegna ófyrirséðra tilvika við kennslu í grunnskólum. Til að sveitarfélag geti fengið framlag samkvæmt þessari grein verður að vera um til- vik að ræða sem hefur í för með sér kostnað sem er veru- lega íþyngjandi fyrir viðkomandi sveitarfélag. Þama er einkum um það að ræða ef sveitarfélag skortir verulega tekjur til að standa undir rekstri grunnskólans eftir breytinguna enda séu á því eðlilegar skýringar og viðkomandi skóli sé rekinn með hagkvæmum hætti. I undantckningartilvikum er ráðgjafarnefnd heimilt að veita framlög til annarra en sveitarfélaga fyrir tímabund- in verkefni er snerta grunnskóla almennt. Ráðgjafar- nefnd setur nánari vinnureglur um úthlutun slíkra fram- laga. Eg hefi rakið hér aðalatriðin varðandi skiptingu fram- laganna eins og þau koma fram í reglugerðinni. Rétt er að geta þess að við reglugerðina er bráðabirgðaákvæði sem gerir ráð fyrir því að skólaárið 1996-1997 greiði jöfnunarsjóðurinn sérstök framlög til rekstraraðila sér- skóla og sérdeilda sem þjóna landinu öllu. Rökin fyrir þessari ráðstöfun voru þau að þama þyrfti lengri aðlög- unartíma heldur en til ráðstöfunar var til að aðlaga þcnn- an rekstur breyttum aðstæðum. Reglugerðin gerir hins vegar ráð fyrir því að stuðning- ur vegna sérkennslu grunnskólanemenda er falla undir lög um málefni fatlaðra verði í einu kerfi þar sem greiðslur gangi beint til viðkomandi sveitarfélaga. Hér er vissulega um mjög viðkvæmt og vandasamt verkefni að ræða. Félagsmálaráðherra hefur því ákveðið að konia á fót starfshópi sem móti vinnureglur vegna út- hlutunar þessara framlaga. Óskað hefur verið eftir því að Samband íslenskra sveitarfélaga og félag sérkennara til- nefni fulltrúa í þennan vinnuhóp auk þess sem gert er ráð fyrir að ráðgjafarnefnd jöfnunarsjóðsins muni eiga þar fulltrúa. Þessum starfshópi er ætlað að ljúka störfum það tímanlega að reglurnar verði tilbúnar fyrir næsta skólaár. Þegar hafa verið settar vinnureglur varðandi þetta fyrsta skólaár. Engu að síður þarf að endurskoða þær reglur þegar þeir nemendur sem nú eru í sérskólum og sérdeildum bætast þama við. 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.