Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Síða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Síða 47
FRÁ LANDSHLUTASAMTOKUNUM Aðalfundur SASS 1996: Yfirfærsla grunnskólans og atvinnulíf Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri &4YS Aðalfundur SASS, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 1996 var haldinn á Hvolsvelli dagana 22. og 23. mars sl. Tvö meginmál voru til umfjöllunar á fund- inum, yfirfærsla grunnskólans til sveitarfélag- anna og atvinnulíf á Suðurlandi. Einnig lágu fyrir fundinum skýrsla stjórnar og fram- kvæmdasljóra, starfsskýrsla Heilbrigðiseftir- lits Suðurlands, skýrsla stjórnar Skólaskrif- stofu Suðurlands og skýrsla endurskoðunar- nefndar um starfsemi SASS. Til fundarins komu 62 fulltrúar frá 29 aðildarsveitarfélögum. Fundarstjórar voru Agúst Ingi Olafsson, sveitarstjóri Hvolhrepps, og Jónas Jónsson, oddviti Ásahrepps. Fundarritarar voru Kristinn Jónsson, oddviti Fljótshlíð- arhrepps, og Sigríður Jónasdóttir, hreppsnefndarmaður í Holta- og Landsveit. Starfsskýrslur Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, formaður SASS, flutti skýrslu stjórnar. Hann gerði yfirfærslu grunnskólans til sveitarfé- laganna einkum að umtalsefni og greindi frá undirbúningi sunnlenskra sveitarfélaga að stofnun sameigin- legrar skólaskrifstofu en stofnsamn- ingur um hana var undirritaður af öllum aðildarsveitarfélögum SASS í Vík í Mýrdal 7. desember sl. Hann fjallaði einnig um hlutverk SASS í framtíðinni auk ýmissa ann- arra málefna. Þorvarður Hjaltason, fram- kvæmdastjóri SASS, gerði grein fyr- ir helstu verkefnum skrifstofunnar á sfðasta starfsári, en á vegum samtak- anna eða í tengslum við þau eru reknar eftirtaldar stofnanir: Átvinnu- þróunarsjóður Suðurlands, Heil- brigðiseftirlit Suðurlands og Sorp- stöð Suðurlands. Auk þess greindi hann sérstaklega frá atvinnuþróun- arverkefninu „Suðurland 2000“ sem er samstarfsverkefni SASS, Atvinnuþróunar- sjóðs Suðurlands, Alþýðusanrbands Suður- lands, Atorku - samtaka atvinnurekenda á Suðurlandi, Búnaðarsambands Suðurlands, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Háskóla ís- lands. Matthías Garðarsson framkvæmdastjóri lagði fram og fylgdi úr hlaði starfsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands ásamt starfs- mönnum þess, en auk reglubundins eftirlits vinnur heilbrigðiseftirlitið að viðamiklu um- hverfisverkefni sem kallast „Hreint Suðurland". Ingunn Guðmundsdótlir flutli skýrslu stjórnar Skóla- skrifstofu Suðurlands. Hún greindi frá undirbúningi að yfirtöku skólaskrifstofunnar á verkefnum fræðsluskrif- stofunnar, en stofnsamningur um Skólaskrifstofu Suður- lands var undirritaður af öllum aðildarsveitarfélögum SASS 7. desember 1995. Sigurður Jónsson, stjórnarmaður í SASS, flutti skýrslu nefndar sem falið hafði verið það hlutverk að endur- Starfsmenn fundarins, taliö frá vinstri, Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri Hvolhrepps, Jónas Jónsson, oddviti Ásahrepps, Sigríöur Jónasdóttir, hreppsnefndarmaöur í Holta- og Landsveit, og Kristinn Jónsson, oddviti Fijótshlíöarhrepps. 237

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.