Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 47
FRÁ LANDSHLUTASAMTOKUNUM Aðalfundur SASS 1996: Yfirfærsla grunnskólans og atvinnulíf Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri &4YS Aðalfundur SASS, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 1996 var haldinn á Hvolsvelli dagana 22. og 23. mars sl. Tvö meginmál voru til umfjöllunar á fund- inum, yfirfærsla grunnskólans til sveitarfélag- anna og atvinnulíf á Suðurlandi. Einnig lágu fyrir fundinum skýrsla stjórnar og fram- kvæmdasljóra, starfsskýrsla Heilbrigðiseftir- lits Suðurlands, skýrsla stjórnar Skólaskrif- stofu Suðurlands og skýrsla endurskoðunar- nefndar um starfsemi SASS. Til fundarins komu 62 fulltrúar frá 29 aðildarsveitarfélögum. Fundarstjórar voru Agúst Ingi Olafsson, sveitarstjóri Hvolhrepps, og Jónas Jónsson, oddviti Ásahrepps. Fundarritarar voru Kristinn Jónsson, oddviti Fljótshlíð- arhrepps, og Sigríður Jónasdóttir, hreppsnefndarmaður í Holta- og Landsveit. Starfsskýrslur Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, formaður SASS, flutti skýrslu stjórnar. Hann gerði yfirfærslu grunnskólans til sveitarfé- laganna einkum að umtalsefni og greindi frá undirbúningi sunnlenskra sveitarfélaga að stofnun sameigin- legrar skólaskrifstofu en stofnsamn- ingur um hana var undirritaður af öllum aðildarsveitarfélögum SASS í Vík í Mýrdal 7. desember sl. Hann fjallaði einnig um hlutverk SASS í framtíðinni auk ýmissa ann- arra málefna. Þorvarður Hjaltason, fram- kvæmdastjóri SASS, gerði grein fyr- ir helstu verkefnum skrifstofunnar á sfðasta starfsári, en á vegum samtak- anna eða í tengslum við þau eru reknar eftirtaldar stofnanir: Átvinnu- þróunarsjóður Suðurlands, Heil- brigðiseftirlit Suðurlands og Sorp- stöð Suðurlands. Auk þess greindi hann sérstaklega frá atvinnuþróun- arverkefninu „Suðurland 2000“ sem er samstarfsverkefni SASS, Atvinnuþróunar- sjóðs Suðurlands, Alþýðusanrbands Suður- lands, Atorku - samtaka atvinnurekenda á Suðurlandi, Búnaðarsambands Suðurlands, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Háskóla ís- lands. Matthías Garðarsson framkvæmdastjóri lagði fram og fylgdi úr hlaði starfsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands ásamt starfs- mönnum þess, en auk reglubundins eftirlits vinnur heilbrigðiseftirlitið að viðamiklu um- hverfisverkefni sem kallast „Hreint Suðurland". Ingunn Guðmundsdótlir flutli skýrslu stjórnar Skóla- skrifstofu Suðurlands. Hún greindi frá undirbúningi að yfirtöku skólaskrifstofunnar á verkefnum fræðsluskrif- stofunnar, en stofnsamningur um Skólaskrifstofu Suður- lands var undirritaður af öllum aðildarsveitarfélögum SASS 7. desember 1995. Sigurður Jónsson, stjórnarmaður í SASS, flutti skýrslu nefndar sem falið hafði verið það hlutverk að endur- Starfsmenn fundarins, taliö frá vinstri, Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri Hvolhrepps, Jónas Jónsson, oddviti Ásahrepps, Sigríöur Jónasdóttir, hreppsnefndarmaöur í Holta- og Landsveit, og Kristinn Jónsson, oddviti Fijótshlíöarhrepps. 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.