Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 48
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Samningurinn viö Byggöastofnun innsiglaöur. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Haf- steinn Jóhannesson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps og stjórnarmaöur i Atvinnuþróunar- sjóöi Suöurlands, Egill Jónsson, alþingismaöur og formaöur stjórnar Byggöastofnunar, Guöjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, formaður SASS. Greinarhöfundur tók myndirnar. skoða hlutverk og verkefni samtakanna. Meginniður- staða nefndarinnar var sú að í öllum aðalatriðum væri ekki þörf á breytingum og að samtökin gegndu þörfu hlutverki fyrir aðildarsveitarfélögin með rekstri þeirra verkefna sem þeim hefðu verið falin. Ávörp Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, ávarpaði fundinn og llutti síðan ít- arlegt erindi um samkomulag ríkis og sveitarfélaga vegna flutnings grunnskólans. Rakti hann störf sam- vinnunefndar ríkisins og sveitarfélaganna og það sam- komulag sem náðist þeirra á milli. Auk Vilhjálms ávörpuðu fundinn Þorsteinn Pálsson og ísólfur Gylfi Pálmason, fyrir hönd alþingismanna kjördæmisins, og Bjarni Þór Einarsson, framkvæmda- stjóri SSNV, fyrir hönd annarra landshlutasamtaka. Þá var koinið að hinu meginþema fundarins, um at- vinnulíf á Suðurlandi. Atvinnulíf á Suóurlandi Fyrstur tók til máls Egill Jónsson alþingismaður, for- maður stjórnar Byggðastofnunar. Hann kom víða við í máli sínu. Ræddi hann breytta starfshætti í landbúnaði og það uppgjör sem átt hefði sér stað í sjávarútvegi og hlut Byggðastofnunar í breytingum á þessum atvinnu- vegum. Hann taldi að nú færu í hönd breyttir tímar og kvað helstu orsakir þess stööugleika, lægri vexti og um- hverfisvakningu. Hann lagði áherslu á að Byggðastofn- un horfði til framtíðar með tilliti til breyttra aðstæðna. Hann ræddi einnig um nauðsyn þess að færa umræðuna um atvinnumál enn frekar inn í sveitarfélögin á grundvelli þeirra atvinnuvega sem þar eru fyrir og vildi að Byggða- stofnun legði þar helst eitthvað til. Næstur tók til máls Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri KÁ. Ræddi hann um þau markmið sem KÁ hefði sett sér varðandi verslun, ferðaþjónustu, búrekstrarsvið og fjármálasvið. Taldi hann Suðurland best í stakk búið til að mæta sam- keppni í landbúnaði bæði vegna samkeppni innanlands og innflutn- ings landbúnaðarvara. Vaxandi ferðaþjónusta er tilkomin með fleiri erlendum ferðamönnum og ekki síður með aukningu á ferð- um Islendinga innanlands. Taldi hann Sunnlendinga hafa mestu möguleikana á að fá aukinn ferða- mannastraum inn á sitt svæði, einnig væri mikill áhugi hjá íbúunum á því að styrkja þennan atvinnuveg. Nefndi Þorsteinn nokkur dæmi því til stuðnings. Nefndi einnig mikinn fjölda sumarbústaða á svæðinu sem e.t.v. væri hægt að nýta betur í tengslum við ferðaþjónustu. Taldi hann að auka þyrfti samvinnu þeirra aðila sem starfa að ferðamálum til að ná markvissari markaðssetn- ingu og kynningarstarfsemi. Með því að styrkja búrekst- ur og landbúnað ásamt með samhæfðu markaðsátaki í ferðamálum mætti skapa mörg störf og aukna veltu hjá þjónustufyrirtækjum á Suðurlandi. Næstur tók til máls Oli Rúnar Ástþórsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands. I upphafi máls síns varpaði hann fram þeirri spumingu hvort bankakerfið væri hemill á hagvöxt. Hann taldi minnkaða útflutningsframleiðslu vera orsök vaxandi skuldabyrðar þjóðarinnar. Taldi hann þurfa róttæka skipulagsbreytingu og hagræðingu í þjóðarbúskap og einkarekstri til að auka hagvöxt og velsæld. Auka þyrfti spamað, bæta fjárfestingu, auka og bæta menntun, ekki síst á landsbyggðinni. Fjármagn, menntun og frjáls við- skipti væri undirstaða og aðalatriði. Taldi hann duttlunga einstakra manna í bankakerfinu ráða úrslitum um afdrif einstakra fyrirtækja og verkefna, tiltók tvö dæmi þess. Var Oli Rúnar harðorður í garð bankakerfisins og taldi að með ógrunduðum ákvörðun- um væri nýsköpun haldið niðri og færa mætti rök fyrir því að þjóðfélagið yrði af umtalsverðum tekjum þess vegna. Síðastur á mælendaskrá var Sigurður Sigursveinsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSU). Ræddi hann um atvinnumál í tengslum við skólana og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.