Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 33
ERLEND SAMSKIPTI þar sem 49 franskir sjómenn eru grafnir, og minnisvarði um þá frönsku sjómenn sem fórust hér við land. Meðal þcirra húsa sem Frakkar reistu og enn standa er fyrsta sjúkraskýlið sem reist var árið 1897, nú íbúðarhúsið Grund. Byggð var kapella við húsið árið 1901, sem síð- ar var rifin frá og notuð sem efri hæð á Dagsbrún sem nú hýsir raftækjaverkstæði Guðmundar Hallgrímssonar. Seinna var svo sjúkraskýlið gert að sjómannaheimili Frakkanna. Arið 1904 var síðan reist sjúkrahús með 17 rúmum í þremur 5 manna stofum auk einangrunarstofu fyrir berkla- og taugaveikisjúklinga og íbúð fyrir lækni og fjölskyldu hans. Þetta sjúkrahús þjónaði jafnt Frökk- unum og almenningi hér í firðinum. Þar var stigið stórt skref í heilbrigðismálum okkar Fáskrúðsfirðinga. Þetta hús var síðar flutt á sjó yfir fjörðinn og notað sem fjöl- býlishús í Hafnarnesi jtar sem það stendur enn í dag, en í mikilli niðumíðslu. Arið 1906 reistu þeir svo myndar- legt íbúðarhús fyrir konsúlinn sinn hér á staðnum, Ge- org Georgsson, sem einnig var læknir við sjúkrahúsið. Þetta hús hefur verið gert upp og hýsir nú skrifstofur sveitarfélagsins, ásamt fundaraðstöðu, og draumurinn er nú að koma þar fyrir, á efri hæð hússins, safni muna og ntynda sem tilheyra þessum tíma í sögu okkar. A haustdögum 1995 kom upp sú stórsnjalla hugmynd lijá ferðamálanefnd Búðahrepps að halda hér bæjarhátíð til að minnast veru franskra skútusjómanna hér við land. Eftir stranga fundasetu allan sl. vetur var ákveðið að hafa hátíðina helgargleði undir nafninu „Franskir dagar á Fáskrúðstirði" og stóðu að henni sameinaðar nefndir ferða- og menningarmála á staðnum. í hálfan mánuð fyrir hátíðina voru hér stödd hjá okkur nokkur frönsk ungmenni ásamt ljósmyndara og blaðamanni á vegum samtaka í Frakklandi (INSERM) sem hafa mikinn áhuga á að gera upp gamla sjúkrahúsið. Þessi ungmenni unnu í sjálfboðavinnu við að hreinsa út úr spítalanum, sem var ærinn starfi, og einnig tóku þau til hendinni á lofti Ráðhússins þar sem þau komu fyrir safni mynda og Franskur sjómaöur viö skip sitt fast í is úti fyrir þorpinu á Buö- um. Landsliö íslands og Frakklands í vináttulandsleik franskra daga. íslendingar klæddir rauöu en Frakkar hvítu. Á myndinni eru líka óboönir gestir sem trufluöu leikinn. Myndina tók Hákon Magnússon. Pvottadagur hjá frönsku sjómönnunum. Fyrsta sjúkraskýlið sem Frakkar reistu á Búöum ásamt kapellu, nú íbúöarhúsiö Grund, reist áriö 1897. 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.