Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 56
UMHVERFISMAL Lög um spilliefnagjald Sigurbjörg Sœmundsdóttir, deildarstjóri í umhverfisraðuneytinu Nú um áramótin, þ.e. I. janúar 1997, koma til framkvæmda lög um spilliefnagjald, nr. 56/1996, sem samþykkt voru á Alþingi 23. maí sl. Markmið laganna er að koma í veg fyrir mengun af völdum spilliefna með því að skapa hagræn skilyrði fyrir söfnun, meðhöndlun og viðun- andi endurnýtingu eða eyðingu þeirra. Til að standa straum af kostnaði við söfnun, móttöku, með- höndlun, endurnýtingu eða eyðingu spilliefna veita lögin heimild til að leggja sérstakt gjald, spilliefnagjald, á vömr sem geta orðið að spilliefn- um. Aðdragandi þessara laga er all- nokkur. Frumvarp til laga um sér- stakt gjald á vörur sem geta orðið að spilliefnum var samið í umhverfis- ráðuneytinu og var fyrst lagt fram á 117. löggjafarþingi en hlaut ekki af- greiðslu. Sveitarfélögin og atvinnu- lífið í landinu lögðu mikla áherslu á að þetla mál næði fram að ganga. Við undirbúning málsins var haft samráð við þá aðila sem sjá um meðhöndlun spilliefna hér á landi og málið unnið í nánu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga svo og atvinnulífið og óskir þess. Ný- mælið í þessum lögum er að ábyrgðin er færð til atvinnulífsins sem hefur mikilla hagsmuna að gæta að verkefni það sem lögin fjalla urn verði leyst vel og á sem hagkvæmastan hátt. Lögin byggjast á mengunarbótareglunni á þann hátt að þau hvetji til betri söfnunar og meðferðar spilliefna. I henni felst að þeir sem menga umhverfið eða spilla því greiði kostnað af aðgerð- um sem miða að því að koma í veg fyrir umhverfisskaða. Það fyrir- komulag sem verið hefur varðandi meðferð spilliefna er letjandi þótt það byggist einnig á mengunarbóta- reglunni. Leiðin, sem lögin gera ráð fyrir, á að tryggja að á hverjum tíma sé fyrir hendi fé til þess að standa straum af kostnaði við venjulega meðhöndlun, eyðingu og flutning spilliefna til móttöku- eða eyðingar- stöðva. Stefnt er að því að einstakl- ingar og lögaðilar, sem skila spilli- efnum til móttökustöðva, þurfi að jafnaði ekki að greiða fyrir þjónust- una, enda hafi sérstakt gjald verið lagt á vörur sem geta orðið að spilli- efnum. Umhverfisráðherra skipar spilli- efnanefnd til fjögurra ára í senn og fer nefndin með stjórn spilliefna- gjalds. 1 nefndinni eiga sæti: Guðmundur G. Þórarinsson verk- fræðingur. formaður, skipaður án tilnefningar, Þuríður Jónsdóttir hér- aðsdómslögmaður, skipuð án til- nefningar, Oskar Maríusson efna- verkfræðingur, tilnefndur af Vinnu- veitendasambandi Islands, Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Olafur M. Kjartans- son rafmagnsverkfræðingur, til- nefndur af Samtökum iðnaðarins, Albert Ingason, starfsmaður Sorpu bs., tilnefndur af Alþýðusambandi Islands, og Guðfinnur G. Johnsen vélatæknifræðingur, tilnefndur af Landssambandi íslenskra útvegs- manna og Samtökum fiskvinnslu- stöðva. Spilliefnanefnd tók til starfa nú í haust og hóf undirbúning að fram- kvæmd laganna. Eins og fyrr greinir koma lögin til framkvæmda 1. janú- ar nk. Heimilt er þó að fresta álagn- ingu gjalda eftir því sem spilliefna- nefnd leggur til. Stefnt skal að því að álagningu gjalda verði komið á í áföngum og að fullu í síðasta lagi K Sveitarstjórnir ^ Athugið að ekki verður hægt að afla varahluta í Bedford-slökkvibif- reiðar nema fá ár enn. Gera verður því strax ráðstafanir til að afla fjár til kaupa á nýjum slökkvibifreiðum. Brunamálastofnun ríkisins ^ Laugavegi 59 101 REYKJAVÍK 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.