Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 56
UMHVERFISMAL
Lög um spilliefnagjald
Sigurbjörg Sœmundsdóttir, deildarstjóri í umhverfisraðuneytinu
Nú um áramótin, þ.e. I. janúar
1997, koma til framkvæmda lög um
spilliefnagjald, nr. 56/1996, sem
samþykkt voru á Alþingi 23. maí sl.
Markmið laganna er að koma í veg
fyrir mengun af völdum spilliefna
með því að skapa hagræn skilyrði
fyrir söfnun, meðhöndlun og viðun-
andi endurnýtingu eða eyðingu
þeirra. Til að standa straum af
kostnaði við söfnun, móttöku, með-
höndlun, endurnýtingu eða eyðingu
spilliefna veita lögin heimild til að
leggja sérstakt gjald, spilliefnagjald,
á vömr sem geta orðið að spilliefn-
um. Aðdragandi þessara laga er all-
nokkur. Frumvarp til laga um sér-
stakt gjald á vörur sem geta orðið að
spilliefnum var samið í umhverfis-
ráðuneytinu og var fyrst lagt fram á
117. löggjafarþingi en hlaut ekki af-
greiðslu. Sveitarfélögin og atvinnu-
lífið í landinu lögðu mikla áherslu á
að þetla mál næði fram að ganga.
Við undirbúning málsins var haft
samráð við þá aðila sem sjá um
meðhöndlun spilliefna hér á landi
og málið unnið í nánu samráði við
Samband íslenskra sveitarfélaga svo
og atvinnulífið og óskir þess. Ný-
mælið í þessum lögum er að
ábyrgðin er færð til atvinnulífsins
sem hefur mikilla hagsmuna að
gæta að verkefni það sem lögin
fjalla urn verði leyst vel og á sem
hagkvæmastan hátt. Lögin byggjast
á mengunarbótareglunni á þann hátt
að þau hvetji til betri söfnunar og
meðferðar spilliefna. I henni felst að
þeir sem menga umhverfið eða
spilla því greiði kostnað af aðgerð-
um sem miða að því að koma í veg
fyrir umhverfisskaða. Það fyrir-
komulag sem verið hefur varðandi
meðferð spilliefna er letjandi þótt
það byggist einnig á mengunarbóta-
reglunni. Leiðin, sem lögin gera ráð
fyrir, á að tryggja að á hverjum tíma
sé fyrir hendi fé til þess að standa
straum af kostnaði við venjulega
meðhöndlun, eyðingu og flutning
spilliefna til móttöku- eða eyðingar-
stöðva. Stefnt er að því að einstakl-
ingar og lögaðilar, sem skila spilli-
efnum til móttökustöðva, þurfi að
jafnaði ekki að greiða fyrir þjónust-
una, enda hafi sérstakt gjald verið
lagt á vörur sem geta orðið að spilli-
efnum.
Umhverfisráðherra skipar spilli-
efnanefnd til fjögurra ára í senn og
fer nefndin með stjórn spilliefna-
gjalds. 1 nefndinni eiga sæti:
Guðmundur G. Þórarinsson verk-
fræðingur. formaður, skipaður án
tilnefningar, Þuríður Jónsdóttir hér-
aðsdómslögmaður, skipuð án til-
nefningar, Oskar Maríusson efna-
verkfræðingur, tilnefndur af Vinnu-
veitendasambandi Islands, Stefán
Hermannsson borgarverkfræðingur,
tilnefndur af Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, Olafur M. Kjartans-
son rafmagnsverkfræðingur, til-
nefndur af Samtökum iðnaðarins,
Albert Ingason, starfsmaður Sorpu
bs., tilnefndur af Alþýðusambandi
Islands, og Guðfinnur G. Johnsen
vélatæknifræðingur, tilnefndur af
Landssambandi íslenskra útvegs-
manna og Samtökum fiskvinnslu-
stöðva.
Spilliefnanefnd tók til starfa nú í
haust og hóf undirbúning að fram-
kvæmd laganna. Eins og fyrr greinir
koma lögin til framkvæmda 1. janú-
ar nk. Heimilt er þó að fresta álagn-
ingu gjalda eftir því sem spilliefna-
nefnd leggur til. Stefnt skal að því
að álagningu gjalda verði komið á í
áföngum og að fullu í síðasta lagi
K Sveitarstjórnir ^
Athugið að ekki verður hægt að afla varahluta í Bedford-slökkvibif-
reiðar nema fá ár enn.
Gera verður því strax ráðstafanir til að afla fjár til kaupa á nýjum
slökkvibifreiðum.
Brunamálastofnun
ríkisins
^ Laugavegi 59 101 REYKJAVÍK
246