Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 9
AFMÆLI Listmálararnir Rut Rebekka og Sveinn Björnsson gleöjast viö opnun málverkasýninga í fiskverkunarhúsum á Pórshöfn. Sérstök ástæða er að geta þess að nánast allir þeir listamenn, sem fram komu í atriðum afmælishátíðarinn- ar, eiga rætur hér í byggðarlaginu og eiga þakkir skildar fyrir þá ræktarsemi sem í framlagi þeirra til hátíðarinnar fólst. Fjöldi fyrirtækja, bæði þau sem starfa í byggðar- laginu, en ekki síður fyrirtæki um land allt sem hér eiga viðskipti, studdi verkefnið myndarlega. Þá er ótalinn hlutur fjölda einstaklinga sem lögðu hönd á plóginn, en öllurn þessum aðilum eru færðar kærar þakkir fyrir framtakið. Að lokinni vel heppnaðri afmælishátíð gengu íbúar byggðarlagsins til móts við hversdagsleikann vissari í sinni sök en áður að tilveran hér um slóðir á sér þrátt fyrir allt sterkar rætur - rætur sem ná langt aftur og tengja þá sem hér búa nú við sameiginlegan arf kynslóð- anna, en á þeirri undirstöðu munum við byggja nútíð og framtíð. Upphaf verslunar á Þórshöfn I lok 16. aldar var mikið um kaupskipakomur til landsins og komu kaupmenn þá gjarnan á hafnir sem annars höfðu ekki fastar siglingar. Þetta átti við um Þórshöfn og voru Þjóðverjar einna tíðastir gesta hér á þessurn tímum og nefndu staðinn Dureshaue. Með tilkomu einokunarverslunarinnar 1602 lögðust kaupskipasiglingar hingað alveg niður og máttu Þistlar, Langnesingar og Ströndungar sækja verslun annaðhvort til Húsavíkur eða Vopnafjarðar. Enn versnaði hagur íbú- anna hér er Danir innleiddu umdæmaverslunina 1684, a.m.k. Þistla og Langnesinga, en þeim var þá gert að sækja alla verslun til Húsavíkur, um langan og erfiðan veg. Sættu menn sig ekki við þá þvingun og sóttu áfram verslun til Vopnafjarðar og varð af ágreiningur milli kaupmannanna á Húsavík og Vopnafirði, sem leystist með milligögnu landfógeta og varð verslun Þistla og Langnesinga á Vopnafirði lögleg aftur 1691. Við afnám einokunarverslunarinnar 1787 voru stofn- WUmmm* tM h*tnla» Frá lokum vel heppnaörar hátiöarsýningar - listamenn og leik- stjóri. Myndirnar frá afmælishátíöinni tók Sæmundur Karl Jó- hannesson. aðir sex kaupstaðir á landinu en innan umdæma þeirra máttu síðan vera úthafnir. Þegar árið 1790 gaf sölunefnd konungseigna vilyrði um aðstoð við að koma á fót versl- un hér á Þórshöfn, en lítið varð um efndir. Það er ekki fyrr en undir miðja 19. öldina að skriður kemst á versl- unarmál hér. Vorið 1839 heimila stjórnvöld kaupmönn- um á Vopnafirði og Raufarhöfn að versla hér gegn því skilyrði að vamingur væri hér seldur sama verði og þar. Gekk þetta eftir enda verslunin sú sama á öllu svæðinu, Örum & Wulff. Varð reynslan af þessu fyrirkomulagi góð. Lagði Alþingi því til árið 1845 við ráðamenn í Dan- mörku að Þórshöfn yrði löggilt sent verslunarstaður og gekk það eftir ári seinna, er staðurinn fékk löggildingu sína með útgefnu bréfi dags. 23. desember 1846. Helstu áfangar Þrátt fyrir löggildinguna komst föst verslun ekki á fót fyrr en undir aldamótin. Verslun Örum & Wulff stundaði viðskipti sín af skipum og komu bændur niður að flæðar- máli með þá vöru sem þeir höfðu að bjóða. Gránufélagið sigldi einnig hingað með vörur strax frá upphafi, 1870, og yfirleitt á hverju sumri næstu tvo áratugina. Taldi kaupstjóri félagsins, Tryggvi Gunnarsson, að Langnes- ingar væru meðal tryggustu og bestu viðskiptavina þess. Auk þessa áttu Langnesingar, einkun útnesingar, alltaf töluverð viðskipti og önnur samskipti við sjómenn af er- lendum fiskiskipum, einkum Hollendinga, Englendinga og Frakka og síðast Færeyinga. Árið 1895 stofna Langnesingar pöntunarfélag, sem kom sér upp aðstöðu til verslunar enda voru þeir orðnir óánægðir með þjónustu Gránufélagsins. Þá tók verslun Örum & Wulff loks við sér og reisti hér verslunar- og íbúðarhús 1897. Fyrsta húsið sem hér reis mun hins veg- ar hafa verið vöruskemma sem Jón Benjamínsson, bóndi á Syðra-Lóni, reisti um 1880, en þorpið er byggt úr landi jarðarinnar. Fyrsta íbúðarhúsið er svo byggt 1887 af Jó- hanni, syni Jóns, er nefndur var borgari af því að hann 1 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.