Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 27
ERLEND SAMSKIPTI Norrænt vinabæjamót í Ólafs- firði 11.-14. júlí 1996 Oskar Þór Sigurbjörnsson, skólastjóri ogformaður undirbúningsnefndar Dagana 11.-14. júlí 1996 var í annað sinn haldið nor- rænt vinabæjamót í Ólafsfirði. Mótið sóttu um 270 manns frá norrænu vinabæjunum en vinabæir Ólafs- fjarðar eru Hilleröd í Danmörku, Horten/Borre í Noregi, Karlskrona í Svíþjóð og Lovisa í Finnlandi. Meðal þátt- takenda var 70 manna skólalúðrasveit frá Noregi og 25 manna kór frá Lovisa sem lögðu sinn skerf til dagskrár mótsins og settu mikinn svip á það. Lúðrasveitin mar- séraði í broddi fylkingar sem fór um götur bæjarins er mótið var sett og Lovisakórinn hélt sérstaka tónleika. Gestir bjuggu á einkaheimilum, í skólunum og á hótel- inu. Þegar fyrsta vinabæjamótið var haldið í Ólafsfirði fyr- ir tíu árum, 10 - 13. júlí 1986, sóttu það um 100 gestir frá Norðurlöndunum en mótin eru haldin annað hvert ár og til skiptis í bæjunum fimm. Ólafsfirðingar hófu þátt- töku í vinabæjasamstarfi árið 1977 og hafa fjölmennt á vinabæjamót í hinum bæjunum alla tíð síðan og skipta þeir Ólafsfirðingar og reyndar aðrir, sem þar hafa komið við sögu, nú hundruðum. Þá hafa samskipti verið nokk- ur á íþróttasviðinu og á sviði unglingaskipta. Að þessu sinni var lögð sérstök áhersla á þátttöku alls almennings í dagskráratriðum og kunnu bæjarbúar vel að meta það sem fram fór og fjölmenntu. Eftir fjöl- I Vlnabæjamótiö sett I miöbæ Ólafsfjaröar. Ljósm. Svavar B. Magnússon. menna setningarathöfn í miðbænum á föstudagsmorgun var opnuð sýning á verkum Svavars Guðnasonar listmál- ara sem fengin var frá Alþýðusambandi íslands (ASÍ). Einnig var sýning á verkum yngstu borgaranna í barna- heimilinu Leikhólum og Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar var opið mótsdagana og vakti veglegt safn íslenskra fugla sem þar er haganlega upp sett mikla athygli gesta. Farin var kynnisferð með gesti í landnám þeirra Ólafs bekks og Gunnólfs gamla, landnámsmanna Ölafsfjarðar, og biðu gestanna óvæntar uppákomur á þeirri leið sem þeir kunnu vel að meta. Siglt var með togaranum Sól- bergi að bergrisunum Ólafsfjarðarmúla og Hvanndala- bjargi og þótti gestunum það tilkomumikið. Síðdegis var svo sögusýning Leikfélags Ólafsfjarðar, „Horfðu glaður um öxl“ þar sem rakin var saga Ólafsfjarðar allt frá land- námi með gamansömu ívafi. Höfundurinn, Guðmundur Ólafsson leikari, var jafnframt sögumaður og hafði að- lagað leikatriði þessu tilefni sérstaklega á smekklegan og leikrænan hátt og skilaði verkið sér vel til hinna norrænu áhorfenda. Á föstudagskvöld var svokallað félagakvöld þar sem félög og stofnanir í Ólafsfirði, sem buðu gestum til þessa móts, tóku sérstaklega á móti gestum sínum og áttu gestir og gestgjafar þar góðar stundir saman. Ólafs- fjarðarbær og Norræna félagið í Ólafsfirði báru hitann og Kór Ólafsfjaröarkirkju og Lovisakórinn viö Ólafsfjaröarkirkju eftir norræna guðsþjónustu. Ljósm. Hilmar Jóhannesson. 2 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.