Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Síða 27
ERLEND SAMSKIPTI
Norrænt vinabæjamót í Ólafs-
firði 11.-14. júlí 1996
Oskar Þór Sigurbjörnsson, skólastjóri ogformaður
undirbúningsnefndar
Dagana 11.-14. júlí 1996 var í annað sinn haldið nor-
rænt vinabæjamót í Ólafsfirði. Mótið sóttu um 270
manns frá norrænu vinabæjunum en vinabæir Ólafs-
fjarðar eru Hilleröd í Danmörku, Horten/Borre í Noregi,
Karlskrona í Svíþjóð og Lovisa í Finnlandi. Meðal þátt-
takenda var 70 manna skólalúðrasveit frá Noregi og 25
manna kór frá Lovisa sem lögðu sinn skerf til dagskrár
mótsins og settu mikinn svip á það. Lúðrasveitin mar-
séraði í broddi fylkingar sem fór um götur bæjarins er
mótið var sett og Lovisakórinn hélt sérstaka tónleika.
Gestir bjuggu á einkaheimilum, í skólunum og á hótel-
inu.
Þegar fyrsta vinabæjamótið var haldið í Ólafsfirði fyr-
ir tíu árum, 10 - 13. júlí 1986, sóttu það um 100 gestir
frá Norðurlöndunum en mótin eru haldin annað hvert ár
og til skiptis í bæjunum fimm. Ólafsfirðingar hófu þátt-
töku í vinabæjasamstarfi árið 1977 og hafa fjölmennt á
vinabæjamót í hinum bæjunum alla tíð síðan og skipta
þeir Ólafsfirðingar og reyndar aðrir, sem þar hafa komið
við sögu, nú hundruðum. Þá hafa samskipti verið nokk-
ur á íþróttasviðinu og á sviði unglingaskipta.
Að þessu sinni var lögð sérstök áhersla á þátttöku alls
almennings í dagskráratriðum og kunnu bæjarbúar vel
að meta það sem fram fór og fjölmenntu. Eftir fjöl-
I
Vlnabæjamótiö sett I miöbæ Ólafsfjaröar. Ljósm. Svavar B.
Magnússon.
menna setningarathöfn í miðbænum á föstudagsmorgun
var opnuð sýning á verkum Svavars Guðnasonar listmál-
ara sem fengin var frá Alþýðusambandi íslands (ASÍ).
Einnig var sýning á verkum yngstu borgaranna í barna-
heimilinu Leikhólum og Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar
var opið mótsdagana og vakti veglegt safn íslenskra
fugla sem þar er haganlega upp sett mikla athygli gesta.
Farin var kynnisferð með gesti í landnám þeirra Ólafs
bekks og Gunnólfs gamla, landnámsmanna Ölafsfjarðar,
og biðu gestanna óvæntar uppákomur á þeirri leið sem
þeir kunnu vel að meta. Siglt var með togaranum Sól-
bergi að bergrisunum Ólafsfjarðarmúla og Hvanndala-
bjargi og þótti gestunum það tilkomumikið. Síðdegis var
svo sögusýning Leikfélags Ólafsfjarðar, „Horfðu glaður
um öxl“ þar sem rakin var saga Ólafsfjarðar allt frá land-
námi með gamansömu ívafi. Höfundurinn, Guðmundur
Ólafsson leikari, var jafnframt sögumaður og hafði að-
lagað leikatriði þessu tilefni sérstaklega á smekklegan og
leikrænan hátt og skilaði verkið sér vel til hinna norrænu
áhorfenda. Á föstudagskvöld var svokallað félagakvöld
þar sem félög og stofnanir í Ólafsfirði, sem buðu gestum
til þessa móts, tóku sérstaklega á móti gestum sínum og
áttu gestir og gestgjafar þar góðar stundir saman. Ólafs-
fjarðarbær og Norræna félagið í Ólafsfirði báru hitann og
Kór Ólafsfjaröarkirkju og Lovisakórinn viö Ólafsfjaröarkirkju
eftir norræna guðsþjónustu. Ljósm. Hilmar Jóhannesson.
2 1 7