Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 23
Atvinnulíf nýrri tíma á Hofsósi snerist um sjávarútveg og uppbygg- ingu frystiiðnaðar. A Hofsósi voru uppgangstímar á áttunda áratugnum eins og víðar í þorpum og bæjum, en undanfama áratugi hefur þróunin verið sú sama og annars staðar í dreifbýli. Ibúum hefur fækkað vegna minnkandi atvinnu í sjávarút- vegi og samdráttar í landbúnaði. Árið 1948 var kauptúnið Hofsós gert að sérstöku sveitarfélagi, en það sameinaðist árið 1990 Fells- hreppi og Hofshreppi, undir nafni þess síðastnefnda. Hinn 1. desember 1995 voru íbúar hreppsins alls 378. Á Hofsósi bjuggu þá 228 íbúar. Frá Hofsósi er nú gert út á minni bátum. Þar er fiskverkun, málm- smiðja, trésmíðastofa, bifreiðaverk- stæði og útgerð hópferðabifreiða. Á Hofsósi er heilsugæslustöð, grunn- skóli og leikskóli, verslun, pósthús, banki, lítið handverkshús, gistihús, hársnyrtistofa og saumastofa, sú eina hérlendis sem saumar íslenska fánann. Á sumrin er veitingastofa opin ferðafólki og boðin fjölbreytt þjónusta. Nýopnað Vesturfarasetur og gamla Pakkhúsið laða að ferða- menn sem vilja fræðast um sögu og menningu í skemmtilegu umhverfl. Ferðaþjónustan verður æ ríkari þátt- ur í atvinnulífi staðarins, á meðan hefðbundnari atvinnuvegir leita jafnvægis. Uppbygging í feröaþjón- ustu og menningarmálum A nokkrum býlum í hreppnum er nú rekin fjölbreytt gestamóttaka. Auk gistingar stendur til boða marg- vísleg veitingaþjónusta og afþreying af ýmsum toga, svo sem silungs- veiði, hestaferðir, vatnaþotur og golf. Eins og annars staðar á landinu hefur þessi þjónusta verið vinsæl og vel þokkuð af erlendum gestum sem innlendum. Á Hofsósi er einnig kostur á gist- ingu í húsum í gamla þorpskjaman- um. Þar hefur verið ráðist í athyglis- verða endurbyggingu eldri húsanna. Pakkhúsið, stokkbyggt bjálkahús frá 1777, er stórmerkt hús að byggingu MENNINGARMÁL Meöal margra gesta viö vígslu Vesturfaraseturs- ins var Davíö Oddsson for- sætisráöherra. og eitt elsta sinnar tegundar á land- inu. Húsið er í eigu Þjóðminjasafns Islands og umsjá sveitarfélagsins. Pakkhúsið var endurbyggt og opnað gestum árið 1992. Á neðri hæð hússins er sýning Byggðasafns Skagfirðinga á myndum og munum sem tengjast Drangeyjarútvegi, fugla- og fiskveiðum. Á Pakkhús- loftinu hafa verið haldnar kvöldvök- ur og framreiddar veitingar sem hæfa anda hússins, meðal annars kæstur hákarl, en mikil hákarlaút- gerð var frá austanverðum Skaga- firði áður fyrr. Ef ferðaþjónustan er þau nýju mið sem sótt er á, þá verð- ur ekki aflað án þess að hafa um borð söguna og menninguna. Með þetta að leiðarljósi vinna ferðaþjón- ustuaðilar á Hofsósi. Ferðamenn sem endurnýja kynni sín af Hofsósi geta fylgst með mörgum jákvæðum breytingum. Nú er verið að gera upp flest gömlu húsin í kvosinni, eða „plássinu" við Pakkhúsið, sem áður stóðu yfirgefin eða voru í niðurníðslu. Sum þeirra eru gistihús, önnur sumarbústaðir og í öðrum er búið allt árið. Einn helsti styrkur Hofsóss sem ferða- mannastaðar er þessi óraskaði gamli kjami og það sem í annan tíma virð- ist veikleiki: smæðin og fjarlægðin frá þjóðbrautinni. Þama hefur skap- ast sérstakt andrúmsloft í nálægð sjávar og lifandi sögu landsins. Vesturfarasetríö í gamla Kaupfélagshúsinu Við fjöruborðið inn af höfninni á Hofsósi stendur reisulegt hús sem hefur gengið undir nafninu „Gamla Kaupfélagið". Húsið hefur nú feng- ið það framtíðarhlutverk að hýsa einstæða sýningu tileinkaða ís- lensku vesturfömnum og þar er rek- in þjónustumiðstöð sem sérstaklega sinnir afkomendum þeirra og ætt- ingjum. Fráfarandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, opnaði Vesturfara- setrið 7. júlí síðastliðinn, að við- stöddum miklum mannfjölda. Oli Jóhann Ásmundsson arkitekt teiknaði endurbælur á gamla Kaup- félagshúsinu og nýtti gamlar við- byggingar til að auka húsrýmið. Þar sem áður stóðu hrörlegir verkfæra- og beituskúrar hefur nú risið skemmtileg viðbygging. I því hús- næði er m.a. að finna fyrirlestrasal, bókasafn, ættfræðistofu og vinnuað- stöðu fyrir fræðimann. Hlutverk hússins er margþætt, en því má skipta í fimm höfuðþætti. í fyrsta lagi er verið að gera upp Kaupfélagshúsið og endurlífga verslun í húsinu. í öðru lagi er í.hús- inu viðamikil sýning sem rekur sögu veslurfaranna. I þriðja lagi verður starfrækt í húsinu upplýs- 2 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.