Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 53
STJÓRNSÝSLA Reynslusveitarfélög - staða umsókna Anna G. Björnsdóttir, deildarstjóri ífélagsmálaráðuneytinu Lög um reynslusveitarfélög, nr. 82/1994, voru samþykkt á Alþingi vorið 1994. Markmið þeirra er að afla reynslu sem nýta má við undir- búning breytinga á löggjöf um stjórnsýslu sveitarfélaga og fram- kvæmd verkefna þeirra, um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og um tekjustofna sveitarfélaga. Sam- kvæmt lögunum skal með tilraunun- um að því stefnt að auka sjálfsstjóm sveitarfélaga, laga stjómsýslu sveit- arfélaga betur að staðbundnum að- stæðum, bæta þjónustu við íbúana og nýta betur fjármagn hins opin- bera. Samkvæmt lögunum mega til- raunir ekki hafa í för með sér skerð- ingu á réttindum íbúanna né fela í sér auknar fjárhagslegar byrðar fyrir þá. Tilraunatímabilið er til alda- móta. Til þess að gera tilraunastarfsemi mögulega veita lögin ráðherrum heimildir til þess að víkja frá á- kvæðurn tiltekinna laga. Gert er ráð fyrir að reynslusveitarfélög setji reglur, í formi samþykkta, í stað þeirra ákvæða sem vikið er frá. Við- komandi ráðherra þarf að staðfesta slíka samþykkt og hana þarf að birta í B-deild Stjórnartíðinda. Lögin heimila tilraunir með nefndaskipan sveitarfélaga, í meðferð byggingar- mála og félagslegra húsnæðismála, í heilbrigðisþjónustu og þjónustu við atvinnulausa, fatlaða og aldraða. Heimilt er að fela reynslusveitarfé- lagi að taka að sér þjónustu ríkisins við fatlaða og rekstur heilsugæslu- stöðva og sjúkrahúsa. Einnig er heimilt að gera tilraunir með nýjar reglur um ákvörðun tekjustofna sveitarfélaga og um fjármögnun verkefna. I lögunum eru viðkom- andi ráðherrum veittar heimildir til þess að víkja frá ákvæðunt laga sem fjalla um þessa málaflokka innan þeirra efnislegu marka sem 2. gr. laganna setur. Samkvæmt henni er ráðherra eingöngu heimilt að víkja frá ákvæðum laga sem mæla fyrir um stjórnsýslu sveitarfélaga og skipulag starfsemi þeirra, hvernig verkefni skuli leyst af hendi, hvern- ig eftirliti ríkisins með starfsemi sveitarfélaga skuli háttað og verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. verður að vera tryggt að frávik hafi ekki í för með sér skerðingu á þeim rétti til þjónustu og fyrirgreiðslu sem íbú- amir njóta lögum samkvæmt og að réttaröryggi þeirra haldist óskert. Verkefnisstjórn hefur yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins. Hún er skipuð fulltrúum félagsmálaráð- herra og Sambands íslenskra sveit- arfélaga. I henni eiga sæti Gunnar Hilmarsson framkvæmdastjóri, sem tók við formennsku af Sigfúsi Jóns- syni landfræðingi vorið 1995, Hún- bogi Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, og Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi á Akureyri. Sú er þetta ritar er starfsmaður nefndarinnar. Verkefn- isstjórnin naut aðstoðar Jóns Gauta Jónssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, veturinn 1995-1996. Síðastliðið haust var að undangengnu útboði gengið til samninga við Hagvang um úttekt á tilraunum í samræmi við 6. gr. laganna. í júní 1994 staðfesti þáverandi fé- lagsmálaráðherra, með heimild í 4. gr. laga um reynslusveitarfélög, til- lögu verkefnisstjórnar um val á tólf sveitarfélögum til þess að taka þátt í verkefninu. Þau eru: Reykja- víkurborg, Garðabær, Hafnar- fjarðarkaupstaður, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Snæfellsbær, Dala- byggð, Vesturbyggð, Akureyrar- kaupstaður, Neskaupstaður, Horna- fjarðarbær og Vestmannaeyjabær. Umsóknir reynslusveitarfélaga um tilraunaverkefni lágu fyrir vorið 1995. AIls bárust umsóknir um 58 verkefni. Hér að neðan er gefið yfir- lit yfir stöðu þeirra. Félagsleg húsnæóismál Níu umsóknir bárust um tilraunir á þessu sviði. Meðferð umsókna hefur gengið hægar en menn væntu í upphafi. Skýringin er að hluta til sú að breytingar, sem urðu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins vorið 1995, breyttu forsendum fyrir til- raunum þar sem ýmis atriði, sem hugmyndir höfðu verið um að gera tilraunir með, urðu að almennum lögum. I framhaldi af því komu fram hugmyndir urn tilraunir með aukið forræði sveitarfélaga í mála- flokknum gegn því að þau taki á sig aukna ábyrgð á lánveitingum, og hugmyndir um tilraunir í þá átt að færa félagsleg húsnæðismál nær al- mennum húsnæðismarkaði þannig að kaup og sala á íbúðum með fé- lagslegum lánum fari fram á al- mennum markaði og án þess að fyr- ir hendi sé kaupskylda sveitarfélaga. 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.