Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 10
AFMÆLI JiJt^_____________________________________________ Bindlad TÍO htlnlna hafði fengið verslunarleyfi. Ljóst er af framansögðu að upphaf þéttbýlismyndunar hér verður fyrst og fremst rakið til verslunar. Verslanim- ar þurftu starfsfólk og smám saman fjölgaði þeim sem settust hér að og stunduðu flestir einhvern búskap með annarri vinnu. Fyrsta byggðin stóð öll á eyri niðri við höfn - Plássinu - sem svo var nefnt. Síðar teygðist byggðin til norðurs upp á Holtið og enn síðar austur að Hafnarlæk og suður með sjónum og stendur byggðin þannig nú þótt mikið sé hún breytt frá því um aldamót- in. Kaupfélag Langnesinga er stofnað að Sauðanesi 11. mars 1911 af átta bændum í Sauðaneshreppi og var í fyrstu rekið sem pöntunarfélag. Arið 1918 keypti félagið fiskverkunarhús úr timbri, sem Gránufélagið hafði byggt 1884 úti í Heiðarhöfn, flutti það til Þórshafnar í heilu lagi á hestasleðum að vetrarlagi, steypti undir það kjallara og breytti því í verslunarhús. Lengst af þessari öld var kaupfélagið umsvifamesti verslunaraðilinn á svæðinu þótt minni verslanir hafi jafnframt verið reknar á staðnum alla tíð. Þróun síöustu ára Það er e.t.v. til marks um almenna þróun síðustu ára- tuga að í byrjun ársins var bú Kaupfélags Langnesinga tekið til gjaldþrotaskipta eftir margra ára erfiðleika í rekstri. Við dagvöruverslun á svæðinu tók nýtt hlutafé- lag í eigu einstaklinga, félaga og fyrirtækja í byggðar- laginu en auk verslunarrekstursins rekur félagið brauð- gerð og vöruafgreiðslu. Þá hafa einstaklingar haslað sér völl á verslunarsviðinu og er nú öll verslun með ritföng, fatnað og ýmsa sérvöru í höndum þeirra. Staða verslunarinnar hér markast, eins og víðast hvar annars staðar á landsbyggðinni, af þeirri samkeppni sem hún á í við stórverslanir þéttbýlisins, þar sem vegalengd- ir milli byggðarlaga eru sífellt að styttast með bættum vegasamgöngum. Verslun með daglega neysluvöru hlýt- ur þó alltaf að verða til staðar, ekki síður hér en í ein- stökum hverfum hinna stærri þéttbýlisstaða. Hvort verslunin dafnar ræðst svo af því hvort henni tekst að laga sig að þessum breyttu aðstæðum, ásamt því að hún á alltaf mikið undir því að almenn hagsæld ríki á þjón- ustusvæðinu. Byggöasaga Langaness og Þórshafnar Verslunarsaga byggðarlaga er einungis einn þáttur í sögu þeirra, þótt mikilvægi hans sé breytilegt frá einu byggðarlagi til annars og eftir tímabilum. I tilefni þeirra tímamóta, sem 150 ára saga verslunar á Þórshöfn er, ákvað hreppsnefnd Þórshafnarhrepps á fundi sínum 15. febrúar sl. að standa að ritun byggðasögu Langaness og Þórshafnar. Var skipuð þriggja manna ritnefnd og hefur Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur verið ráðinn til starfans. Væntingar í nútíö og framtíö Nú um nokkurra ára skeið hefur byggðin hér á Þórs- höfn og í nágrannasveitum átt því láni að fagna að til- tölulega vel hefur gengið í atvinnulífi á svæðinu. Undir- stöðufyrirtæki í sjávarútvegi - veiðum og vinnslu - hafa verið að styrkja stöðu sína og sótt hefur verið fram á nýj- um sviðum innan greinarinnar. Samfélagið allt með þátttöku sveitarfélagsins hefur tekið þátt í því verkefni að styrkja undirstöðuna svo byggja megi á henni trausta afkomu og möguleika til þess að þróa fjölbreyttara atvinnulíf og efla þjónustu. Þó svo að verkefninu verði í sjálfu sér aldrei lokið og alltaf þurfi að bregðast við nýjum aðstæðum má ætla að at- vinnureksturinn hér sé almennt í þeirri stöðu nú um stundir að ekki eigi að þurfa beinan stuðning sameigin- legra sjóða íbúanna. Þessi staða er forsenda þess að unnt sé að sinna betur en verið hefur ýmsum þjónustuþáttum sem snúa að því að gera byggðarlagið vænna til búsetu. Ber hér að nefna skólamálin og íþrótta- og æskulýðsmálin alveg sérstak- lega en þessir þættir munu á næstu árum alls staðar hafa marktæk áhrif á getu byggðarlaga til að laða til sín íbúa óháð almennu atvinnuástandi. Þá bíða okkar hér eins og víðar fjárfrek verkefni á sviði umhverfismála - sorphirðu og fráveitu - sem hafa munu áhrif á þá ímynd sem við viljum búa við og þurfum á að halda, m.a. vegna þeirrar matvælaframleiðslu sem atvinnulíf okkar er. Hvað sem einstökum verkefnum líður er ljóst að til þess að einstök byggðarlög fái notið þeirra tækifæra og atorku sem íbúamir búa yfir mega stjómvöld ekki falla í þá gryfju að leggja snörur í götu framþróunarinnar, eins og gerðist á tímum umdæmaverslunarinnar. Sagan hefur líka sýnt að slíkar snömr gefa sig, sumar því miður allt of seint, og hafa þá oft valdið varanlegri helti. Þess í stað verður að gera þá kröfu til stjómvalda - ekki síst nú á tímum - að þau styðji frumkvæði og atorku íbúanna, þannig að þeir sjálfir og svo samfélagið allt fái notið ávaxtanna. Með slíkum áherslum er engu að kvíða um framtíð verslunarstaðarins Þórshafnar á Langanesi og allt eins víst að á næstu 150 ámm eigi staðurinn eftir að efl- ast ekki síður en á liðnum 150 ámm. Helstu heimildir: Friðrik G. Olgeirsson: „Þórshöfn á Langanesi 150 ára“ (Mbl. 3.8.1996) Land og fólk - Byggðasaga Norður-Þingeyinga (1985) 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.