Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 14
FRÆÐSLUMAL Vel heppnuðum sumarskóla nýbúa í Reykjavík lauk meö helmsókn hjá borgarstjóra í Ráðhúsl Reykjavikur 9. ágúst sl. Á miörl mynd eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Ingibjörg Hafstaö, námsstjóri í nýbúafræðslu og greinarhöfundur, og meö þeim hluti nemenda. Sumarskólann sóttu 47 börn og um 40 fullorönir. Ljósmyndina tók Gunnar G. Vigfússon fyrir Sveitarstjórnarmál. íslenskukennsla fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku Ingibjörg Hafstað, námsstjóri í nýbúafrœðslu Nýyrðin „nýbúi“ og „nýbúafræðsla" hafa undanfarið fest sig í sessi í íslensku máli en ef til vill þróast öðruvísi en til var ætlast þegar farið var að nota þau. Þegar átak í kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku hófst árið 1992 vantaði tilfinnanlega hugtak yfir þann hóp manna sem hafa annað móðurmál en íslensku og til- heyra að einhverju leyti öðrum menningarheimi en þeim íslenska. Ekki fannst heldur golt orð yfir þá fræðslu sem nauðsynleg er þessum hópi. (Sambærileg hugtök á norsku t.d. eru: tospráklige elever, annetsprákundervis- ning og interkulturell undervisning.) Hugtakið „nýbúi" var í byrjun notað yfir alla þá íbúa landsins sem höfðu annað móðurmál en íslensku. Merk- ing orðsins hefur þróast og nær nú í munni margra ein- göngu til fólks sem ber með sér að vera upprunnið í annarri heimsálfu. Einnig hefur orðið verið gagnrýnt af mörgum vegna þess að hérlendis er allnokkur hópur barna sem fædd eru á íslandi og þekkja ekki annað þjóð- félag en það íslenska en hafa annað móðurmál en ís- lensku. Mörgum finnst það hljóma ankannalega að kalla innfædd börn nýbúa. Hér á eftir verður því reynt að komast hjá því að nota þessi nýyrði en í staðinn notuð hugtök á borð við tvítyngd börn eða nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku. Islenskukennslan sem bömin fá er hér kölluð íslenska sem seinna mál. 1 gildandi grunnskólalögum er tekið fram að nemend- ur með annað móðurmál en íslensku eigi rétt á sérstakri kennslu í íslensku, og í nýútkominni reglugerð er talað um að börn með annað móðurmál en íslensku eigi rétt á lágmarkskennslu í sérstakri íslensku. í grunnskólum landsins eru rúmlega 300 börn sem hafa annað móðurmál en íslensku en vitað er um 50 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.