Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 24
MENNINGARMÁL
Viö opnun Vestur-
farasetursins
söng karlakórinn
Heimir í Skaga-
firöi undir stjórn
Stefáns R. Gísla-
sonar. Myndirnar
tók Christopher
Lund.
ingamiðstöð, sérhæfð á sviði ætt-
fræði og sögu. I fjórða lagi er þar að
finna ættfræðibókasafn og safn
heimilda um vesturferðir og Vestur-
heim og í fimmta lagi verður unnið
að fræðslu í tengslum við skólana.
Tilkomu setursins á Hofsósi má
rekja til samstarfsverkefnis 11 Evr-
ópuþjóða sem ber hcitið „Routes to
the Roots" og þýða mætti „Vegir
upprunans“ eða „Til rótanna rakið“.
Þar taka ferðaþjónustuaðilar hönd-
um saman við fræðimenn á söfnum
og stofnunum sem vinna að varð-
veislu minja og skjala sem tengd eru
flutningum Evrópubúa til Vestur-
heims. Ferðaþjónusta bænda er ís-
lenski þátttakandinn í þessari al-
þjóðasamvinnu. Markmið verkefn-
isins er að koma á tengslum við
Norður-Ameríkumenn sem rætur
eiga að rekja til Evrópu. I tlestum
löndum Evrópu eru til söfn og
fræðisetur sem sérhæfa sig í sögu
vesturfaranna og tímabili mestu
fólksllutninga sögunnar. A íslandi
var slíkt safn eða stofnun ekki að
finna.
Hugmyndin um hús tileinkað
vesturförunum var rædd við Valgeir
Þorvaldsson, ferðaþjónustubónda á
Vatni, og síðar kynnt sveitarstjóm á
Hofsósi, en þorpið þótti ákjósanleg-
ur staður fyrir stofnun af þessu tagi:
Þar var heppilegt, gamalt hús í
skemmtilegu umhverfi. Af Norður-
landi fluttust margir til Norður-Am-
eríku og við höfnina á Hofsósi má
gera sér í hugarlund tilfinningar
þeirra sem biðu skips.
í kjölfar ákvörðunar Valgeirs Þor-
valdssonar og eigenda gamla Kaup-
félagshússins um að hrinda hug-
myndinni í framkvæmd var stofnað
einkahlutafélagið Snorri Þorfinns-
son, sem sá um endurbygginguna
og annast nú rekstur hússins. Fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins er Val-
geir Þorvaldsson sem um langt
skeið hefur unnið að vexti ferða-
þjónustu á svæðinu. Eigendur
Snorra Þorfinnssonar ehf. er hópur
fólks sem á sínum tíma keypti
gainla Kaupfélagshúsið til þess að
bjarga því frá eyðileggingu, en auk
þess eru hluthafar bæði einstakling-
ar og fyrirtæki.
Byggðasafn Skagfirðinga tók að
sér að setja upp sýninguna um vest-
urfarana og þá vinnu leiddi Sigríður
Sigurðardóttur safnstjóri. Sýningin
var unnin í samvinnu við Minja-
safnið á Akureyri, en auk sagnfræð-
inga komu að sýningunni hönnuðir
og handverksmenn úr ýmsum grein-
um. Sýningin er byggð upp á sam-
spili mynda, texta og muna, en svið-
setningar og uingjörð öll á drjúgan
þátt í að skapa áhrifamikla heildar-
mynd. A sýningunni, sem ber heitið
„Annað land, annað líf‘, er dregin
upp mynd af hlutskipti þeirra sem
sigldu vestur. Fjallað er um aðdrag-
anda og helstu ástæður fólksflutn-
inganna og lífskjörum fólks í land-
inu á þessu tímabili lýst. Við kynn-
umst væntingum vesturfaranna, að-
búnaði á útleið og veruleikanum
sem beið.
Mikið er lagt upp úr því að gera
sýninguna aðgengilega og fróðlega,
en með fyrirlestrasalnum er aðstaða
til safnakennslu afar góð. Bókasafn
setursins fer ört stækkandi og ætti
setrið að verða fýsilegur kostur fyrir
stefnumót og heimsóknir fræði-
manna á qsviði sagnfræði og ætt-
fræði.
Samvinna Minjasafnsins á Akur-
eyri og Byggðasafns Skagfirðinga
innbyrðis og samvinna þeirra við
einkafyrirtæki í ferðaþjónustu á sér
fáar hliðstæður hérlendis, en er til
eftirbreytni. Vegur Byggðasafns
Skagfirðinga fer æ vaxandi með
metnaðarfuilum verkefnum víðs
vegar um héraðið og er samstarf
safnsins við Snorra Þorfinnsson ehf.
framsækin nýjung í ferða- og menn-
ingarmálum.
Snorri Þorfinnsson ehf. leggur á-
herslu á ferðaþjónustu í tengslum
við menningarstarfsemi ýmiss konar
og mun sérstaklega sinna ferða-
mönnum frá Norður-Ameríku. Með
rekstri Vesturfarasetursins er brotið
blað í samvinnu ferðaþjónustufyrir-
tækja og fræðistofnana á Islandi og
áhugavert að fylgjast með frekari
framvindu í þessa átt.
Einn helsti veikleiki íslenskrar
ferðaþjónustu er hversu dreifðir
kraftamir eru og skortur á samvinnu
kemur áþreifanlega í Ijós þegar litið
er til markaðsmála. Hagsmunir
fjölda menningarstofnana og fyrir-
tækja í ferðaþjónustu fara óneitan-
lega saman og er svo komið í raun
að hvorugur getur án hins verið. I
ferðaþjónustu á landsbyggðinni er
sérstaklega skortur á heildarstefnu
fyrir hin mismunandi svæði og
markmiðum sem vinna má að í á-
föngum yfir tímabil talin í árum.
Með betri samvinnu, skipulagningu
og stefnumörkun væri lagður grund-
völlur að farsælli og bjartri framtíð í
ferðamálum landsins.
2 1 4