Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 30
ERLEND SAMSKIPTI bæja, sem aðallega hafa falist í: • heimsóknum bæjarfulltrúa • starfsmannaskiptum sveitarfélaganna • heimsóknum og samvinnu nemenda, í- þróttafólks og listamanna • samskiptum stjórnenda sveitarfélaganna, starfsfræðslu, kynningum o.fl. Fótboltafélögin FC Nanortalik og Bl ‘88 í keppnisferöalagi til Isafjaröar 1995. Myndin er tekin á knattspyrnuvelli ísfiröinga á Torfnesi á ísafiröi. Ljósm. vikublaðið Vestri á isafiröi. Samskipti kjörinna fulltrúa Með reglulegu millibili hafa fulltrúar bæj- arstjóma sveitarfélaganna hist hver hjá öðrum og eru makar yfirleitt með í för. Heimsóknir standa oftast í viku í senn, sem ræðst af flug- samgöngum milli landanna á flugleiðinni Keflavík-Narsarsuaq. Dagskrá vinabæjaheim- sókna er mjög fjölbreytt. Auk hefðbundinna funda um vinarbæjasamskiptin og samstarfið almennt og skoðunarferðir um sveitarfélagið og nágrennið með heimsóknum í stofnanir og til markverðra staða er lögð áhersla á að kynna gestum atvinnufyrirtæki og eiga fundi með for- ráðamönnum þeirra. Starfsmannaskipti sveitarfélaganna Fyrir fjórum árum óskaði Nanortalik sérstaklega eftir að taka upp starfsmannaskipti og síðan hafa fjórir starfs- menn frá Isafirði farið til Nanortalik og tveir frá Nanortalik komið til Isafjarðar á jafn mörgum árum. Starfsmennirnir hafa unnið að sérstökum tímabundnum verkefnum fyrir sveitarfélögin sem eru: • úttekt á félagsþjónustu sveitarfélaganna. • ráðgjöf um atvinnuskapandi verkefni í smáiðnaði. • tæknileg úttekt á vegaframkvæmdum. • fræðsla um fjármál íslenskra sveitarfélaga. Á árinu 1993 unnu félagsmálastjórar sveitarfélaganna í fjórar vikur að úttekt á uppbyggingu félagsþjónustu sveitarfélags hins aðilans. Á árinu 1994 vann verkefnisstjóri Snerpu, sem er átaksverkefni í atvinnumálum kvenna á Vestfjörðum, í tvær vikur við ráðgjafarstörf í Nanortalik þar sem á- hersla var lögð á að benda á ný störf í ýmiss konar smá- iðnaði úr hráefni frá heimabyggð. Á árinu 1995 vann forstöðumaður tæknideildar Isa- fjarðar að ráðgjöf við gatnaframkvæmdir í Nanortalik sem fólst m.a. í úttekt á slitlagsefnum í vegi. Árið áður hafði bæjarverkfræðingur Nanortalik kynnt sér gatna- framkvæmdir á Isafirði. I apríl 1996 hélt undirritaður fjóra fyrirlestra í Nuuk á vegum Sambands grænlenskra sveitarfélaga á þriggja daga námskeiði fyrir starfsmenn fjármála- deilda grænlensku sveitarfélaganna átján. Fyr- irlestrarnir fjölluðu um hagkerfi íslands og umgjörð þess, um uppbyggingu stjórnsýslu sveitarfélaga á Islandi, um hlutverk fjármála- stjóra og fjármáladeilda hjá sveitarfélögum á íslandi og um fjármálalegt umhverfi íslenskra sveitarfélaga. Nemendaheimsókn 1991. Gestir og íslenskir fararstjórar. Myndin er tekin fyrir utan Framhaldsskóla Vestfjaröa á Isafiröi. Ljósm. Snorri Grímsson. Samskipti nemenda, íþróttafólks og listamanna Grænlenskir sveitarstjórnarmenn í Nanortalik leggja áherslu á að íbúar vinabæj- anna kynnist og þá sérstaklega nemendur í grunnskóla, ýmist með heimsóknum eða sam- starfsverkefnum. Á liðnum vetri tóku nem- endur í fjórða bekk (9 ára) þátt í slíku verk- efni, sem fólst í að þeir kynntu sér land og þjóð hver annars um leið og þeir skrifuðust á með hjálp kennara. I lok þemaviku var for- 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.